5. sep. 2007



Ég, Katrín Mikla er byrjuð í átaki. Ég hef aldrei á ævinni farið í skipulagt átak. Áðurfyrr tókst mér að breyta lífstíl eða druslast í líkamsrækt af sjálfsdáðum en núna þá varð ég að fara í hjarðar-menningu og skrá mig í átakstíma. Mér finnst það sjálfri mjög erfitt að þurfa að viðurkenna að ég sé ekki með nægilegan sjálfsaga til þess að taka mig á. En í átakinu er maður viktaður og fær sent sms ef maður mætir ekki í tíma! Mér finnst það pínu niðurlægandi en þetta er það eina sem mér dettur í hug vegna þess að þyngd mín virðist vera stjórnlaus síðan ég átti R. Ég ræð bara ekki við neitt eða þ.e. enginn sjálfs agi og stöðugar blekkingar að ég hreyfi mig og borða holt... blabla. Og fötin minka og viktin sýnir endalsut meir og meir.

Ég er byrjuð og gekk vel á mánudagsmorgun. Í gær var frí en ég tapaði mér í kvöldmatnum og át yfir mig og fann fyrir mikilli sektarkend. Skammaðist mín. Í morgun var ég ennþá södd þegar ég vaknaði og var alveg að gefast upp, hjólandi í baðhúsið og alla leiðina hugsaði ég: "ég get þetta ekki, ég get þetta ekki, ég get ekki...." Svo druslaðist ég í tíma og sigurinn er sætur. Mér líður mjög vel núna og stefni á að skella mér í fyrramálið aftur.

Það versta er að innst inni mér er lítill púki sem segir: "iss piss þetta virkar aldrei, þú nærð aldrei að léttast". Og enn verra er að ég trúi honum þangað til ég fæ sönnun í næstu viktun, þe. á mánudaginn næsta.

Annars þá reyndi ég að kolvetnisjafna/kaloríujafna fituna í mér með því að greiða fyrir líkamsræktina en mæta ekki. Þetta er gasalega sniðugur trend á íslandinu sjáðu til nebblega.... En við vitum öll það virkar ekki jack sjitt. Maður verður víst að sjá um þetta sjálfur! Fokking hell.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Smá sníkjublogg en í göfugum tilgangi.
Nokkur góð ráð frá einni sem er viku á undan þér:
Alltaf að láta eins og þú sért að velja það að borða ekki þetta eða hitt. þegar þú sérð súkkuklaði þá segir þú - mig langar ekki í þetta, eða þá ,,ef mig langar enn í þetta eftir korter þá fæ ég mér. Það er nefnilega ótrúlegt sem gerist þegar maður sigrar korterið ;o)
Hugsaðu þig granna. Talaðu jákvætt við sjálfa þig, hrósaðu þér fyrir að mæta, hrósaðu þér fyrir að hjóla. Drekktu mikið vatn, borðaðu vínber og vatnsmelónu. Hugsaðu umfram allt jákvætt. Þegar þú ert að gugna spurðu þá sjálfa þig ,,af hverju er ég að þessu? er það til að láta mér líða illa eða til að mér líði vel.Þú hefur alltaf val. Nú ert þú búin að velja það að svona viltu ekki vera. Þú vilt vera í betra formi, þú vilt passa í fötin sem þú átt og þess vegna viltu breyta.Safnaðu stjörnum á ískápin þannig að fjölskyldan fylgist með. verðlaunaðu þig eftir t.d 10 stjörnur (ekki með mat) t.d með handsnyrtingu, eða einhverju kremi eða farðu í bíó.

Ein vika hjá mér í dag og 1.9 kíló farin. Samt var átið mikla á laugardaginn.!

Prjónakonan ter komin í 3 á einni og hálfri viku!
Og þá espist maður allur upp.

Frú Elgaard sagði...

ummmm, takk fyrir þetta orms. Ég hjólaði til vinnu í dag þrátt fyrir rigninguna var fegin að það var ekki tími í morgun því litli grís var með skemmtiatriði í nótt... En jákvæðni... já það virkar...

bjorn sagði...

áfram kata

Nafnlaus sagði...

Ég hjólaði líka og var alveg hrikalega þreytt en veit að ég væri þeryttari í vinnunni ef ég hefði ekki hjólað ;o). Svona ríður jákvæðnin rækjum hér sérstaklega þar sem viktin sýndi ótrúlega tölu í morgun!

Heiðrún sagði...

Ég held sko með þér, þetta hlýtur að hafast og er alltaf að takast hjá einhverjum og þú getur þetta líka ( ætli sömu rök myndi virka á mitt reykingarbindindi sem ég er alltaf að brjóta???)
Ég vona samt að við fáum eihvern mat í kvöld, ekki bara vatnsmelónur og vínber.

Frú Elgaard sagði...

Jájá, þið fáið eitthvað gott. En það verður hvorki rjómalegið eða smjörsteikt... Þú gætir kanski "jafnað" reykingarnar með því að borga í krabbameinsfélagið! En ég hlakka til að sjá þig og ykkur í kvöld gamla!

Nafnlaus sagði...

melónur og vínber eru fín

Frú Elgaard sagði...

Já en sembetur fer er ekki farið að snjóa.... Skemmtilegt. Hver er skondin/n og nafnlaus?

Nafnlaus sagði...

olmulinn ;o)