25. sep. 2007

Ég er voða löt að blogga þessa dagana. Það er mikið um að vera hjá mér samt finnst mér ég ekki sinna öllu því sem mig langar til að sinna.
Ég er búin að vera mjög dugleg að mæta í líkamsrækt og staðið mig með ágætum í mat og drykkju. Það er aðeins farið að skila sér og finn ég mest fyrir því sjálf. Þolið er meira, fötin eru rímri og orkan meiri. Neikvæðu hliðarnar er þreita á kvöldin og harðsperrur. En, bjútí knows no pain you know..... Það eina er að mér finnst hlutirnir ekki gerast nóg og hratt. Hvatvísi mín heimtar að tíu kíló séu farin og ég geti farið að byrta myndir af mér í buxum sem ná mér uppundir hendur núna vegna þess að ég hef náð ótrúlegum árangri... :oP. En ég er sátt með 1 kg á viku og það hefur staðist undanfarnar þrjár vikur. Ég finn fyrir smá hræðslu núna sem lýsir sér þannig að ég hugsa um: "hvað ef mér tekst þetta ekki? Hvað ef ég klára þetta með herkjum og geri svo ekkert meir og verða jafn stór og ég var og jafnvel stærri?"
Best að ég leggji mig alla fram við að það gerist ekki.
Ég þori, ég get, ég vil, ég skal... Fokking hel.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skoooooo. Seinni hluti viku tvö og vika 3 eru erfiðastar. Það er velþekkt fyribæri. Þó að það komi fyrir að maður standi í stað þá er það bara allt í lagi. Ekki gefast upp. Ég er núna á sísvanga tímabilinu. Ég er alltaf svöng og finnst það óþolandi. Reyni samt að fá mér grænt te á milli - huges bolla og þá plata ég mig og held að ég sé södd. En bara það að fara í ræktina og þó maður sé þreyttur á kvöldin og fari fyrr að sofa - minna rusl sem þú horfir á í sjónvarpinu!Ef þú byrjar daginn fyrr þá lýkur honum fyrr - annars ertu bara að ofgera þér.
Þetta var heilsuhorn Heiðrúnar 2. þáttur.

Frú Elgaard sagði...

Jammm, fór á vigtina í morgun og viti menn og konur 2 kíló farin síðan í síðustu viku.... Víííí. Ég skal ég skal ég skal...

Nafnlaus sagði...

Í dag eru 4 vikur hjá mér og 4.7 farin. Svo var mæling og það er sko hellingur af sentimetrum farnir. Lifi græna teið og hrökkbrauðið jibbí..............

bjorn sagði...

þú ert hörkukelling, því verður ekki neitað. áfram konur og kötur...i

Lilja sagði...

Flott hjá þér Kata! þetta er æðisleg tilfinning að sjá töluna lækka og lækka, þekki hana alveg :D

Frú Elgaard sagði...

Takk fyrir stuðningin, já ég vona að ég verði voða fín og sæt bráðum...

Nafnlaus sagði...

bara að kvitta fyrir mig. Hlakka til að sjá ykkur um jólin..., baráttukveðjur, Tinna