18. feb. 2008


Hér fyrir ofan er mynd af Pascal vini mínum. Hann varð 37 ára. Hann lést á föstudaginn eftir viku baráttu við krabbamein. Já það tók viku frá því að meinið uppgötvaðist þangað til hann lést. Ég sakna hans og þeir sem heimsóttu mig á námsárunum í Hollandi kynntust honum svolítið og svo heimsótti hann okkur bæði í Danmörku og svo til Íslands í október 2006. Hann var góður vinur og yndislegur persónleiki sem fólk laðaðist að. Það vildu allir kynnast honum og bara koma við hann enda var hann 202 cm og 130 kg með ljóst tagl niður á rass. Hann fór einfaldlega ekki framhjá flólki! Ég er búin að gráta mikið og líka skála fyrir honum því hann var týpan sem þoldi als ekki væmni. Þó veit ég að Hollands stærstu rokkhjörtu gráta sáran. Á þriðjudaginn verður hann lagður í kistu og geta vinir og vandamenn kvatt hann í Burgerweeshuis konsertsalnum í Deventer, ó ég vildi að ég kæmist. Hann verður grafinn á miðvikudaginn. Elsku strákurinn. Við söknum hans mikið og stórt skarð fallið í hollenska vinahóp okkra.
Pascal, Groeveridder grote viking... Ik hou van jou!

6. feb. 2008




Þetta eru Öskudags myndir frá í fyrra, fíll og froskaprinsessa en í ár er skógarpúki og froskur málið... EKkert smá sætar hahah

1. feb. 2008

Hver er sinnar gæfu smiður! Svoleiðs er það nú bara skal ég segja ykkur

Og ekki nóg með að ég hafi krækt mér í nýja vinnu þá er kadlinn búinn að því líka, tilhamingju hann, Þessi elska!