18. feb. 2008


Hér fyrir ofan er mynd af Pascal vini mínum. Hann varð 37 ára. Hann lést á föstudaginn eftir viku baráttu við krabbamein. Já það tók viku frá því að meinið uppgötvaðist þangað til hann lést. Ég sakna hans og þeir sem heimsóttu mig á námsárunum í Hollandi kynntust honum svolítið og svo heimsótti hann okkur bæði í Danmörku og svo til Íslands í október 2006. Hann var góður vinur og yndislegur persónleiki sem fólk laðaðist að. Það vildu allir kynnast honum og bara koma við hann enda var hann 202 cm og 130 kg með ljóst tagl niður á rass. Hann fór einfaldlega ekki framhjá flólki! Ég er búin að gráta mikið og líka skála fyrir honum því hann var týpan sem þoldi als ekki væmni. Þó veit ég að Hollands stærstu rokkhjörtu gráta sáran. Á þriðjudaginn verður hann lagður í kistu og geta vinir og vandamenn kvatt hann í Burgerweeshuis konsertsalnum í Deventer, ó ég vildi að ég kæmist. Hann verður grafinn á miðvikudaginn. Elsku strákurinn. Við söknum hans mikið og stórt skarð fallið í hollenska vinahóp okkra.
Pascal, Groeveridder grote viking... Ik hou van jou!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Kata þetta er vont. Knús Birta

Heiðrún sagði...

Þú átt alla mína samúð, elsku Kata vinkona mín.

bjorn sagði...

kyssi þig.

Nafnlaus sagði...

þú átt okkar samúð. Janus og Tinna

Edilonian sagði...

úff hvað þetta er óhugnalegt, viku!
Innilegar samúðarkveðjur.
Edda

Nafnlaus sagði...

Ég man eftir honum er hann kom í heimsókn til ykkar í Danmörku. Hann var skemmtilegur og viðkunnanlegur náungi. Ég samhryggist ykkur. Maður gleymir því oft hvað líf manns er óskráður pappír og enginn veit hvað við fáum miklum tíma úthlutað.

Frú Elgaard sagði...

Jam takk fólkens..