26. ágú. 2008

Nú er allt að gerast. Ég get ekki beðið eftir því að komast í nýtt húsnæði sem er rúmlega helmingi stærra en það sem við erum í núna. Húsið er búið ýmsum hlutum sem ég hef aðeins þorði að láta mig dreyma um hingað til. T.d. uppþvottarvel, baðkar og sturtu, frystikistu, sólpalli, þvottarhúsi, útigrilli ofl. ofl. Ég er farin að verða ansi spennt fyrir þessu. Hverng ætli þetta passi okkur að búa þarna í briminu og flóanum. Ég vona bara að vinir okkar og fjölskylda verði duglega að heimsækja okkur... ykkur er hérmeð öllum boðið... þ.e. ef einhver les þetta blessaða blogg lengur.

Annað að frétta er að Regina átti afmæli 17. ágúst elsku krútt. Hún er allt í einu svo svakalega stór. Þriggja ára, hætt á bleiju, með skoðanir á hinu og þessu og mikill baukari. Hún fer í leikskóla sem er hinu megin við götuna við húsið okkar á Stokkseyri. Ég held að hún egi eftir að hafa það bara fínt þarna í sveitinni.

Mathilda fer í BES og á frístudaheimilið Stjörnusteina. Hún er komin með inngöngu á báða staði og fer bráðum í heimsókn til að aðeins að kynnast umhverfinu. Önnur er sagan í henni Reykjavík. Þar er ætlast til að börn 6 ára geti séð um sig sjálf. Allaveg þá eru 170 börn á lista um að komast á frístundarheimilið og ekkert virðist vera að greiðast úr. Þannig að elsta barnið er á vergangi og veit eiginlega ekkert hvar hún verður í næstu viku. Ástand ástand. Þeir geta sko ekki borgað alminnilega þarna í borginni það er "nebblega sko" svo dýrt að vera með 4 borgarstjóra á launum! arghhh

Christian er orðin einyrki og við hjónin erum að fara á virðisaukaskatts námskeið hjá Ríkisskattstjóra í september... rómó eða hvað??? heheh Hann á eftir að plumma sig held ég.

Ég sjálf er að vinna og vinna, nóg að gera. Stefni á að gera vel og betur og jafnvel fara að hreifa mig núna með haustinu.

Í kjólinn fyrir jólin er mottó dagsins í dag!

20. ágú. 2008

Já ég er nú bara alveg glötuð í fréttaflutningi af famelíunni. En við erum búin að hafa það svaka gott í sumarfríinu. Ég held að ég hafi aldrei verið í jafn miklum hita á Íslandi áður. 27.5 stig og örugglega heitara á pallinum í Ölver... úffi púff. Mér fannst að ég þyrfti ekkert að fara út til spánar því ég er búin að fá fullt af sól og góðu veðri. Fór út að borða og skemmta mér og lá í mikilli mareneringu sem skilaði sér í stækkun ummáls. Börnin yndisleg og lífið eins og það á að vera! ;-)

En nú dregur til tíðinda... Við erum að flytja á Stokkseyri... Oooog hana nú!