20. ágú. 2008

Já ég er nú bara alveg glötuð í fréttaflutningi af famelíunni. En við erum búin að hafa það svaka gott í sumarfríinu. Ég held að ég hafi aldrei verið í jafn miklum hita á Íslandi áður. 27.5 stig og örugglega heitara á pallinum í Ölver... úffi púff. Mér fannst að ég þyrfti ekkert að fara út til spánar því ég er búin að fá fullt af sól og góðu veðri. Fór út að borða og skemmta mér og lá í mikilli mareneringu sem skilaði sér í stækkun ummáls. Börnin yndisleg og lífið eins og það á að vera! ;-)

En nú dregur til tíðinda... Við erum að flytja á Stokkseyri... Oooog hana nú!

5 ummæli:

Heiðrún sagði...

til hamingju ´skan. Hlakka til að koma yfir þrengslin í mat til ykkar.

Nafnlaus sagði...

Myndir af nøyja pleisinu.... ! ?
Tinna
( Lika i nyrri ibud ! o my god, eg gerdi mer ekki grein fyrir hvad 35m2 var litid fyrr en eg flutti ur tvi )

Frú Elgaard sagði...

Já þerngslin eru fín... og ég ávalt og iðulega velkomin! Já tinna ég hlakka til að fá tilfinninguna fyrir 180 fm! Það verður mjög svo skrýtið!

Nafnlaus sagði...

nosh.... til hamingju. þetta er bara stuð ;)

Edilonian sagði...

Ó mæ, mig sem langar svo að flytja til Stokkseyrar:-o

Jaa það verður þá kannski nógu langt á milli okkar til að ég komi í heimsókn;o)

Gangi allt vel:o)