26. ágú. 2008

Nú er allt að gerast. Ég get ekki beðið eftir því að komast í nýtt húsnæði sem er rúmlega helmingi stærra en það sem við erum í núna. Húsið er búið ýmsum hlutum sem ég hef aðeins þorði að láta mig dreyma um hingað til. T.d. uppþvottarvel, baðkar og sturtu, frystikistu, sólpalli, þvottarhúsi, útigrilli ofl. ofl. Ég er farin að verða ansi spennt fyrir þessu. Hverng ætli þetta passi okkur að búa þarna í briminu og flóanum. Ég vona bara að vinir okkar og fjölskylda verði duglega að heimsækja okkur... ykkur er hérmeð öllum boðið... þ.e. ef einhver les þetta blessaða blogg lengur.

Annað að frétta er að Regina átti afmæli 17. ágúst elsku krútt. Hún er allt í einu svo svakalega stór. Þriggja ára, hætt á bleiju, með skoðanir á hinu og þessu og mikill baukari. Hún fer í leikskóla sem er hinu megin við götuna við húsið okkar á Stokkseyri. Ég held að hún egi eftir að hafa það bara fínt þarna í sveitinni.

Mathilda fer í BES og á frístudaheimilið Stjörnusteina. Hún er komin með inngöngu á báða staði og fer bráðum í heimsókn til að aðeins að kynnast umhverfinu. Önnur er sagan í henni Reykjavík. Þar er ætlast til að börn 6 ára geti séð um sig sjálf. Allaveg þá eru 170 börn á lista um að komast á frístundarheimilið og ekkert virðist vera að greiðast úr. Þannig að elsta barnið er á vergangi og veit eiginlega ekkert hvar hún verður í næstu viku. Ástand ástand. Þeir geta sko ekki borgað alminnilega þarna í borginni það er "nebblega sko" svo dýrt að vera með 4 borgarstjóra á launum! arghhh

Christian er orðin einyrki og við hjónin erum að fara á virðisaukaskatts námskeið hjá Ríkisskattstjóra í september... rómó eða hvað??? heheh Hann á eftir að plumma sig held ég.

Ég sjálf er að vinna og vinna, nóg að gera. Stefni á að gera vel og betur og jafnvel fara að hreifa mig núna með haustinu.

Í kjólinn fyrir jólin er mottó dagsins í dag!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er æði og við ætlum að koma í heimsókn í blá húsið.
Þegar ástandið verður ,,Í stólinn fyrir jólin" þá rr kominn tími á að gera eitthað
Knús á línuna.
Orms

Heiðrún sagði...

ohh, ég sakna þin svo...

Frú Elgaard sagði...

Jamm, blá-húsið er bara fínt, ég kann vel við það! Hei Heiðrúnin mín, ég er ekki farin en það er satt, við höfum ekki sést síðan hérna um árið... finnst mér allavega. Ég er svo upptekin í ímsu. Ég gleimdi alveg að segja frá í blogginu að ég er í hljómsveit... Hahaha mjög fyndið. Ég er trúðurinn í hljómsveitinni. Það verða allar hljómsveitir með sjálfsvirðingu að veram með trúð finns mér! ha. Svo komið bara þrengslin mínkjære....
kossar

Systurnar í Arizona sagði...

Frábært til hamingju með þetta:) Þú verður að setja mynd af slottinu á bloggið fyrir okkur sem eigum ekki leið um sveitina á næstunni.

Kveðja

Birna

Frú Elgaard sagði...

Já hæ Birna mín, til hamingju með nýja gullmolann. Já myndirnar koma fljótlega.. heyrumst

kossar

Nafnlaus sagði...

Halló Kata og til hamingju með þetta allt saman. Það verður örugglega fínt á Stokkseyri.

Þú verður nú að segja meira frá hljómsveitinni sem þú ert í!
Trúður hvað! Getur þú ekki spilað á klarinett eða kontrabassa!!!!

Knus og kram,
Heiðrún (Hámundar ef þú ert ekki viss) he,he

Edilonian sagði...

Ha? Hljómsveit! frábært:o)
seimmér meira!!

bjorn sagði...

juuh hvað þetta er spennandi allt saman.
innilega til hamingju með hús og hljómsveit.
og skemmtið ykkur æðislega á vsk námsskeiði, vildi ég væri með ykkur þar! og annars staðar.
knús á línuna ib

Nafnlaus sagði...

ertu komin í kjólinn?

;)

gleðileg jól og farsæld til ykkar á nýju ári.