30. mar. 2006

Það er greinilega enginn sem nennir að ráða með mér í þetta boðskort.

En, sólin skín og það er gull fallegt veður. Svolítið kalt en það vekur mann bara svona í morgunsárið.

Blóm í haga...

29. mar. 2006

ég fékk mjög svo merkilegt boðskort með pósti í dag. Það var stílað á mig: Frú K. G... og eiginmaður, og póststimpill frá Reykjavík. Inni í því stóð: Þessi fornu tákn hafa ákveðna merkingu! Þegar þau sameinast er ástæða til að fagna.(og svona píla upp og píla niður) 13. maí 2006, Taktu daginn frá...

Og hvað, mig grunar að þetta séu sætabrauðsfólk sem við kynntumst í DK en ég skil ekki afhverju þá bara mitt nafn og ekki Chr. heldur bara eiginmaður? Og aukþess eru þau búsett í Hafnafyrði þá ætti að vera póststimpill þaðan ... nema maðurinn vinnur í Reykjavík þannig að hann gæti nú farið með þetta á pósthúsið hér, en samt afhverju skrifa bara mitt nafn??? Það versta er að við erum ekki á landinu á þessum degi. Við erum á árshátið S1 í KBH. Hmmm, þetta veldur hriiiiikalegum heilabrotum hjá mér. Og þarmeð er markmiði sendanda sennilega náð. Gott hjá honum/henni!

27. mar. 2006



Þessa mynd tók Matthildur síðasta sumar. Svona var þetta. OMG

24. mar. 2006

Var að spá hvort það findist eingum þetta jafn fyndin mynd og mér?? heheh, eða er fólk bara "jeee, aumingja börnin"? hahah

Jæja, ég er í föstudasstuði, kvefið ætlar ekki að springa út eins og í stefndi, horið ákvað að grafa sig upp í heila og valda doða þar í staðin. Fékk góðar fréttir af frænku minni í dag... Mikið er gott að vita af fólki sem líður vel. Já og tvær vinkonur að fara að hittas rosa gaman hjá þeim. Ég hitti vinkonu frá dk í fyrradag Það var rosa gaman. Mathilda var svo spennt að hún hoppaði um og sagði: "pabbi ég er svoooo spennt að hitta Sólbjörgu Maríu". Í morgun var hún líka mjög fyndin. Hún var að borða og tók eftir gallabuxum á ofninum (n.b. við hjónum erum nánst aldrei í gallabuxum.. alveg nýtt fyrir barnið)og hún spyr: "mamma hver á þessar buxur?". Ég segi: "Hún Hrund frænka þín á þær, hún gleymdi þeim um daginn og gleymdi líka nærbuxum, sokkum og bol". Mathilda horfði á mig með sínum stóru fallegu augum og spurði: "fór hún þá berröss heim mamma?"

Gleðilegan föstudag!

23. mar. 2006



Hahahha, fallegu börnin mín í myndatöku fyrir jólin. Fáránlega asnaleg mynd! hihihih

22. mar. 2006

Það er skííííííííít kalt hér núna, ætli það sé ekki til þess að íslendingarnir sem eru að koma heim geti þiðnað í rólegheitunum... hehehe. Ég spái vori eftir helgi. Verði vor! Faðir vor! Móðir vor! verði vor vilji!

21. mar. 2006

Skemmtileg greinhér!
Kúúúl, ég er komin í símaskránna! Skemmtilegt!

20. mar. 2006

Er komin í vinnu, búin að fá tengdó í heimsókn, flutt í æðislegt hús komin með nýjan síma, hjóla allt sem ég vil, búin að fara á ráðstefnur, vinn við skrifborð með svölum, R er heima hjá pabba sínum, fer á tónleika, leikhús, afmæli með öllum hetjum unglingsáranna, M leikur sér við stúlkuna á efrihæðinni, bróðir minn er uppfinningamaður, meiri afmæli ráðstefnur og já jafnvel utanlandsferð er í sigtinu. Ekki furða þó ég hafi ekki tíma til að skrifa.
R er samt með hita, hef áhyggjur af því.
Lífið er bara mjög gott.

1. mar. 2006

Hér er slóð að áhugaverðri vefsíðu:
Kvitta hér
Þið megið gjarna láta sem flesta vita um þessa síðu.
Allir sem nenna, þora, geta, vilja og nenna, eru beðnir um hjálparhönd upp úr 17:00 í dag. Annars get ég bara farið að taka á móti fólki í kaffi á Suðurgötuni frá og með morgundeginum. Ha ... ekki amalegt!