24. mar. 2006

Var að spá hvort það findist eingum þetta jafn fyndin mynd og mér?? heheh, eða er fólk bara "jeee, aumingja börnin"? hahah

Jæja, ég er í föstudasstuði, kvefið ætlar ekki að springa út eins og í stefndi, horið ákvað að grafa sig upp í heila og valda doða þar í staðin. Fékk góðar fréttir af frænku minni í dag... Mikið er gott að vita af fólki sem líður vel. Já og tvær vinkonur að fara að hittas rosa gaman hjá þeim. Ég hitti vinkonu frá dk í fyrradag Það var rosa gaman. Mathilda var svo spennt að hún hoppaði um og sagði: "pabbi ég er svoooo spennt að hitta Sólbjörgu Maríu". Í morgun var hún líka mjög fyndin. Hún var að borða og tók eftir gallabuxum á ofninum (n.b. við hjónum erum nánst aldrei í gallabuxum.. alveg nýtt fyrir barnið)og hún spyr: "mamma hver á þessar buxur?". Ég segi: "Hún Hrund frænka þín á þær, hún gleymdi þeim um daginn og gleymdi líka nærbuxum, sokkum og bol". Mathilda horfði á mig með sínum stóru fallegu augum og spurði: "fór hún þá berröss heim mamma?"

Gleðilegan föstudag!

3 ummæli:

SL sagði...

hahahahahhaha

Nafnlaus sagði...

hahahahah.. M er æði

Bippi sagði...

Ha, ha, ha.....henni fannst það samt alveg vera möguleiki í stöðunni að Hrund hefði farið berrössuð heim;)