28. feb. 2005

Við Frumba erum bara sennilega á leiðinni til landsins bláa um páksana. Ekki leiðinlegt það. Það kemur allt í ljós á miðvikudaginn.

Annars er bara kalt og dimt hér í Danmörku. Helgin var rosa fjölskylduvæn. Á föstudaginn höfðum við mæðgur Disneysjov hygg og M sofnaði á sófanum alsæl, útbelgd af poppi og með karamellu taumana niður eftri höku. Og svo á laugardag var fjölskyldu bað og síðan mætti í brunch hjá Ingu og húninum. Þar var boðið upp á svíakaffi með flóaðri mjólk og franska tóst og kokteilpulsur, ekki slæmt það. Svo bauð bóndinn upp á hestakerruferð i Dyrehaven þar sem við stoppuðum inn í miðjum skógi og skoðuðum hyrti og spætur. Svo fórum við til Tengdó í kaffi og köku og síðar spagetti. M var svo þreytt að við sváfum til 9 30 á sunnudaginn. Þá fóru feðginin í bæjarferð á bókamarkað og svo komu þau ásamt Sigga, Þorbjörgu og Arnaldi í pönnukökur og kakómjólk. Nú svo eiddum við mæðgur restini af deginum í börnerumet. Alveg ágætis helgi!

24. feb. 2005

Ég held að ég sé farin að finna fyrir bauninni í belgnum. Allavegana kítlar mig innan í maganum annaðslagið. Það er mjög fyndið. Mig langar til þess að klóra mér að innan.
Í kvöld fór ég í leikhús. Það er alltaf gaman að fara í leikhús finnst mér. Það var gott leikrit og leikararnir voru ágætir. En endirinn pirraði mig. Mér fannst hann ía að að normal sé málið og normal vinni alltaf það sem er utan normsins. Ekki alveg sátt. En það er bara kúl að koma af leikriti sem maður er pirraðu út í á þennan hátt.

Chr. er snillingur eða það segir Chef 1 ég er svolitð stolt. Vona nú að vegir fari að opnast og að hann hendi sér inn á framabrautinna! lifi í ljósi en ekki í fjósi!

M. er líka snillingur. Þetta virðist vera ættgengt. Hún unir sér og er um það bil búin að bjóða öllum leikskólanum í heimsókn til sín. Í dag kom Júlíanna vinkona hennar í heimsókn. Þær eru mjög góðar saman. Blöðruðu og léku sér í nokkra tíma. En morgun leti virðist líka vera ættgeng. En ég vei ekki alveg frá hvoru okkar hún hefur það. Mig grunar frá okkur báðum, omg.

Ég afturámóti er búin að ákveða að vera best og æðisleg og frábærust en á eftir að finna út úr í hverju! Það hlýtur að koma með kaldavatninu. já seisei og jæja jam!!!

21. feb. 2005

Best að blogga svo ég fái ekki orm.....

Í dag spurði annar kennarinn í skólanum afhverju íslendingar væri ekki dekkri í húðinni afþví að það er svo kalt á Íslandi. Sko eins og Grænlendingar. Og svo sagðist hann ekki vita hvað væri Ísland og hvað væri Færeyjar því þetta væri allt í einum eyja klasa og jafn stórt????? Mig langaði að spyrjan hvort hann væri fáviti. En sagði í staðin að mér þætti ótrúlega pínlegt fyrir Dani að þekkja ekki mun á Íslandi og Færeyjum þar sem Færeyjar er hluti af Danmörku en Ísland sé sjálfstætt ríki og aukþess þrisvarsinnum stærra en Danmörk. Ég get svo svarið það.

Annars held ég að við mæðgur séum orðnar aflýstar. hahahaha Allavegana hef ég ekki fundið neitt. Chr. er búin að klippa myndbandið og við erum að fara á Galapremier í Imperial 3.3. Mjög monntið.

15. feb. 2005

Hei, ég er baunabelgur!!!! hahahahahaha

13. feb. 2005

Meira blogg og Fastelavn

Ég var að setja inn nokkra nýja bloggara. Heiðrún föðursystir er komin með nýja síðu sem hún lofar að blogga mikið á Penny er líka komin með nýtt og hressandi blogg. Svo er það Jæks sem bættist við og Ásdís frænka mín Kattarmamman. Og síðast er það svo Harpa sem var Íslensku kennari minn í gamladaga. Því miður sat ég ekki marga áfanga hjá henni en ég bar og ber alltaf mikla virðungu fyrir henni. Hún er svona coool kona! Ég fýla hana rosa vel.

Jam.

Helgin var fín. Við mæðgur erum bara einar heima endalaust. Chr. er að klippa videomyndband í Nimbusfilm alveg á fullu. Hann er rosa duglegur þessadagana og mér finnst æðislegt þegar hann fær loksins svona verkefni. En ég sakna hans líka og það er strembið að vera ein með M. Þó að hún sé nú ekki erfið. Ég skil ekki alveg hvernig sjómannskonunar fara að. Ég á tildæmis eina frænku sem er ótrúlega dugleg. Hún á fjögur börn og maðurinn hennar er alltaf á sjó. Og hún er bara ca 25 ára. Svo er ég 31 árs kerling að röfla yfir að vera ein með eina barnið mitt í nokkra daga! AUmingji! hmmmmrhf

Það var haldið upp á Fastelavn í dag og við gengum með börnin í eina blokk hér á kollegíinu og sungum og fengum dót og nammi. Slóum síðan köttinn úr tunnunni og lékum í barnaherberginu. M var akkúrat á svona milli aldri. Hún var sett í hóp með 0 - 3 ára og svo voru eldir krakkar 4 og uppúr. M var aðeins of stór fyrir minni hópin allavegana sat hún bara á stól með krosslagðar fætur og át nammi. Nennti ekki að leika við hina. En ég held hún hefði ekki heldur unað sér í stóra hópnum vegna þess að hún er hálf smeik við lætin í stóru krökkunum. En annars passar hún sig bara á því að brosa ekki til ókunnugra og það var enn meira greinilegt í dag þar sem hún var máluð græn í framan ...... af því að hún var froskur. Sama hvað þeir sem voru að rétta henni nammi reyndu að brosa og ver næs þá var hún bara grafalvarleg í fram og sagði bara takk. Hún minnir mig stundum á Wensday Adams. Fyndið.

Meira fyndið af dóttur minni. Við erum búin að vera að úndirbúa hana undir fastelavn undanfarið og höfum við verið að spyrja hana út í hvað hún vildi vera og byrjaði hún á því að biðja um að vera bíll. Ég var að reyna að pína hana til þess að vera fiðrildi því hún fékk þessa fínu vængi í afmælisgjöf frá Sólbjörug vinkonu sinni. Það tókst og svo fór að hún fór hæst ánægð á leikskólan sem fiðrildi. En daginn áður vorum við að tala um þetta við hana og þá sagðist hún vilja vera hurð!!!!! hahah hihihihihi Og svo í dag vildi hún vera froskur því hún á líka froska búning. Furðufugl M Adams!

12. feb. 2005

Ég fór í partý í gær. Það var rosa gaman. Það var Singstar partý. Ég er Singstar. Ég fýla Singstar. Mig langar í singstar. Ég verð að fá Singstar. Verst að hinir þurftu líka að syngja í gær!!!!

10. feb. 2005

Lús ... er hihihih Lússi....! Lússíbani! hoohohohho Lúsífer hehehehehe, Lúskra á þér hihihiihi Lúsína, hohohoh Lúsen up hihihih fúd lús hihihihihhiih, Lús mæ mænd! hihihih abbalabbalús! ihihih Lús hihihihih Lús hihihih Lús prump!

9. feb. 2005

Fult af litlum krílum!

LLLLLúúúúúússssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss!
Dauði, drep, pestar, rop, rass, mygla, slíma, drulla, hor, sullur, sóttir, ógeð!
Ég og dóttir mín erum lúsagar eins og molbúar fyrri alda! arghhh.
Nú er ég í sóttarsvitakasti að þvo utan af öllu mögulegu og ómöglulegu. Ma. utanaf sófanum okkar! Þvílikt rugl og snýkjudýra ógeð!
Ég er pínu að sætta mig við dýrin en ekki við vesenið sem fylgir þessu helvvvv......!

8. feb. 2005

Lítið kríli!

Ég fór í fyrsta sónarinn í dag. Og í ljós kom að það er aðeins eitt fullkomið kríli í mínum maga. Voða varð ég glöð að sjá þetta sprell lifandi kríli spriklandi og baðandi út höndunum. Ég varð hálf væmin og langaði bara til að fara að skæla. Pabbinn var svo stoltur að hann fór með mynd í vinnuna.
Ég afturámóti skríð nú aftur upp í sófa og held áfram að vera veik. Ég fékk mér nefnilega þessa fínu pest, hálsbólgu og hita beinvekir og bólgur í flestum holum andlitsins. Ég er bara búin að borða banana og panodíl og smá brauð. Þetta er nú meiri vitleisan. Ég sem átti að vera í skólanum að gera ægilega merkilegt og flott verkefni. Það verður víst bara að bíða.