28. feb. 2005

Við Frumba erum bara sennilega á leiðinni til landsins bláa um páksana. Ekki leiðinlegt það. Það kemur allt í ljós á miðvikudaginn.

Annars er bara kalt og dimt hér í Danmörku. Helgin var rosa fjölskylduvæn. Á föstudaginn höfðum við mæðgur Disneysjov hygg og M sofnaði á sófanum alsæl, útbelgd af poppi og með karamellu taumana niður eftri höku. Og svo á laugardag var fjölskyldu bað og síðan mætti í brunch hjá Ingu og húninum. Þar var boðið upp á svíakaffi með flóaðri mjólk og franska tóst og kokteilpulsur, ekki slæmt það. Svo bauð bóndinn upp á hestakerruferð i Dyrehaven þar sem við stoppuðum inn í miðjum skógi og skoðuðum hyrti og spætur. Svo fórum við til Tengdó í kaffi og köku og síðar spagetti. M var svo þreytt að við sváfum til 9 30 á sunnudaginn. Þá fóru feðginin í bæjarferð á bókamarkað og svo komu þau ásamt Sigga, Þorbjörgu og Arnaldi í pönnukökur og kakómjólk. Nú svo eiddum við mæðgur restini af deginum í börnerumet. Alveg ágætis helgi!

Engin ummæli: