13. feb. 2005

Meira blogg og Fastelavn

Ég var að setja inn nokkra nýja bloggara. Heiðrún föðursystir er komin með nýja síðu sem hún lofar að blogga mikið á Penny er líka komin með nýtt og hressandi blogg. Svo er það Jæks sem bættist við og Ásdís frænka mín Kattarmamman. Og síðast er það svo Harpa sem var Íslensku kennari minn í gamladaga. Því miður sat ég ekki marga áfanga hjá henni en ég bar og ber alltaf mikla virðungu fyrir henni. Hún er svona coool kona! Ég fýla hana rosa vel.

Jam.

Helgin var fín. Við mæðgur erum bara einar heima endalaust. Chr. er að klippa videomyndband í Nimbusfilm alveg á fullu. Hann er rosa duglegur þessadagana og mér finnst æðislegt þegar hann fær loksins svona verkefni. En ég sakna hans líka og það er strembið að vera ein með M. Þó að hún sé nú ekki erfið. Ég skil ekki alveg hvernig sjómannskonunar fara að. Ég á tildæmis eina frænku sem er ótrúlega dugleg. Hún á fjögur börn og maðurinn hennar er alltaf á sjó. Og hún er bara ca 25 ára. Svo er ég 31 árs kerling að röfla yfir að vera ein með eina barnið mitt í nokkra daga! AUmingji! hmmmmrhf

Það var haldið upp á Fastelavn í dag og við gengum með börnin í eina blokk hér á kollegíinu og sungum og fengum dót og nammi. Slóum síðan köttinn úr tunnunni og lékum í barnaherberginu. M var akkúrat á svona milli aldri. Hún var sett í hóp með 0 - 3 ára og svo voru eldir krakkar 4 og uppúr. M var aðeins of stór fyrir minni hópin allavegana sat hún bara á stól með krosslagðar fætur og át nammi. Nennti ekki að leika við hina. En ég held hún hefði ekki heldur unað sér í stóra hópnum vegna þess að hún er hálf smeik við lætin í stóru krökkunum. En annars passar hún sig bara á því að brosa ekki til ókunnugra og það var enn meira greinilegt í dag þar sem hún var máluð græn í framan ...... af því að hún var froskur. Sama hvað þeir sem voru að rétta henni nammi reyndu að brosa og ver næs þá var hún bara grafalvarleg í fram og sagði bara takk. Hún minnir mig stundum á Wensday Adams. Fyndið.

Meira fyndið af dóttur minni. Við erum búin að vera að úndirbúa hana undir fastelavn undanfarið og höfum við verið að spyrja hana út í hvað hún vildi vera og byrjaði hún á því að biðja um að vera bíll. Ég var að reyna að pína hana til þess að vera fiðrildi því hún fékk þessa fínu vængi í afmælisgjöf frá Sólbjörug vinkonu sinni. Það tókst og svo fór að hún fór hæst ánægð á leikskólan sem fiðrildi. En daginn áður vorum við að tala um þetta við hana og þá sagðist hún vilja vera hurð!!!!! hahah hihihihihi Og svo í dag vildi hún vera froskur því hún á líka froska búning. Furðufugl M Adams!

Engin ummæli: