24. feb. 2005

Ég held að ég sé farin að finna fyrir bauninni í belgnum. Allavegana kítlar mig innan í maganum annaðslagið. Það er mjög fyndið. Mig langar til þess að klóra mér að innan.
Í kvöld fór ég í leikhús. Það er alltaf gaman að fara í leikhús finnst mér. Það var gott leikrit og leikararnir voru ágætir. En endirinn pirraði mig. Mér fannst hann ía að að normal sé málið og normal vinni alltaf það sem er utan normsins. Ekki alveg sátt. En það er bara kúl að koma af leikriti sem maður er pirraðu út í á þennan hátt.

Chr. er snillingur eða það segir Chef 1 ég er svolitð stolt. Vona nú að vegir fari að opnast og að hann hendi sér inn á framabrautinna! lifi í ljósi en ekki í fjósi!

M. er líka snillingur. Þetta virðist vera ættgengt. Hún unir sér og er um það bil búin að bjóða öllum leikskólanum í heimsókn til sín. Í dag kom Júlíanna vinkona hennar í heimsókn. Þær eru mjög góðar saman. Blöðruðu og léku sér í nokkra tíma. En morgun leti virðist líka vera ættgeng. En ég vei ekki alveg frá hvoru okkar hún hefur það. Mig grunar frá okkur báðum, omg.

Ég afturámóti er búin að ákveða að vera best og æðisleg og frábærust en á eftir að finna út úr í hverju! Það hlýtur að koma með kaldavatninu. já seisei og jæja jam!!!

Engin ummæli: