30. maí 2005

Í dag fann ég hvernig ófrískan færðist upp í andlitið á mér. Ég át kjúkling og franskar í gær og saltið hefur greynilega gert sína virkni. Nú finnst mér ég vera eins og blaðra í framan og hef á tilfinninugunni að ég sé svona rosa strekt eins og fólk sem er ný komið úr bótox. Nemahvað það hefur þá verið sprautað heldur of mikið í mig og á vitlausa staði ... í kinnar og undirhökur! Semsagt ef þið rekist á æfskræmda upplásna hringlótta mannveru, sem kjagar um kollegíið móð og másandi, blásandi eins og búrhvalur þá vinsamlegast bjóðið bara góðan daginn og brosið blítt látið sem ekkert sé því þetta er bara hún ég!

29. maí 2005

Sumar og sól. Á morgun er það búið. Það er spáð 13 stiga hita seinna í vikunni. Það er svosem ágætt ég þarf að vera rosalega dugleg að gera lokaverkefnið mitt.

En samt, sumarið er komið!

14 dagar í Ormagull

28. maí 2005

Haldiði ekki að það hafi bara verið hann Freðrik sem átti afmæli 26 mai og það var bara verið að heilsa með Dannebrú fyrir honum. Æh, jiii þessi elska haa!

Annars þá var geðveik kepni í brennó áðan. Voða skemmtilegt. Ég fékk ekki að vera með ekki einusinni sem gullagull eða silfur og skúkkulaði! Leiðinlegt, mig langaði geðveikt að fara að skjóta. ooooh. En þetta var frábær dagur. En samt mjög skrýtinn. Alveg furðulegur morgun, svo var ég Pernille og svo kom ég heim og var mamman og svo fórum við og keiptum okkur bezta ísinn í Kbh Paradis. Úfff hann var svo góður og svo var bara rosa grill veisla á kollegíinu sem endaði með kerlinga brennó og svo bjórþambi ... kókþambi. Voða huggulegt. Þetta verður bara svona sumar held ég.

jájájá bara 15 dagar í Ormagengið!

26. maí 2005

Fyrir dani er svakalega langt til Íslands. Íslendingar skreppa til Danmerkur og finnst það lítið flóknara eða lengra en að skreppa út fyrir bæjinn. Svona skreppa t.d. Akurnesingar til Reykjavíkur oft bara til að skreppa. En Reykvíkingar fara í ferðalag upp á Akranes og finnst það frekar langt. Og hér á Öresundskollegíinu er lengra úr L blokkinni í J blokkina en það er úr J blokkinni yfir í L.

Furðulegt?

17 dagar í Ormana

Og hey afhverju var flaggað á strætó í dag. Mér finnst vera endalausir Dannebrudagar hér!

Og ég er geðveikt brend á bringunni eftir daginn í dag. Eins og rækja!

25. maí 2005

Á leiðinni í skólann í dag var ég með voða heimspekilegr vangaveltur og var alveg á því að skrifa um þær þegar ég kæmi heim. En núna man ég þær ekki og langar lang mest að fara bara og leggja mig.
Ég er gargandi gæs kjagindi mörgæs ooooh.

18 dagar í herra og frú Orma.

24. maí 2005

Ég fór í smá félagstarf hér á kollegíinu í vor og átti það að vera svona hygge hygg. En nú er allt upp í loft og mig grunar enn að það sé mest allt byggt á misskilningi og samskipta bresti. Ég trúi bara ekki að fólk segi eða geri hluti viljandi til þess að skemma fyrir öðrum eða særa eða koma vondu orði á fólk. Nú er ég svo að fara á fund og er hálf miður mín bara. Mér finnst þetta svo erfitt að standa í þessu, ég er eithvað svo viðkvæm í þessu ástandi, tek allt frekar nærri mér. Ég vona bara að hlutirnir leysist og við kysstumst öll í lok fundar og það verði aldri neitt vandamál aftur.

Skrýtið að í þau skipti sem ég hef ákveðið að demba mér í félagsmál undanfarið hef ég lent í einhverjum svona leiðindarmálum. Ég brendi mig mjög illa síðast og ég vonast bara til að þetta sé bara fyrstastigs bruni í þetta skipit. Ég hef ekki mjög skemmtilega reynslu af félagsmálum af þessu leyti en sammt iða ég í skinninu um að fá að vera með. Ætli það sé ekki bara einhver ráðskonurass að brjótast um í mér. hmmm verð bara að finna útrás fyrir þetta í einhverju öðru ... brent barn forðast eldinn!

23. maí 2005

Vá stal þessum línk hjá Dóru snilling bara skemmtilegt og fyndið og kemur manni í gott skap!
If I had your love
Ég hefði sko alveg viljað sjá þessa gaura á stuttbuxum .... bermúdabuxum .... Ísland hefð unnið!!! Munið að kveikja á hátölurunum!

22. maí 2005

Það tók greinilega rosa mikið á að vera bjútikvín, ég svaf í 15 tíma frá því í gærkvöldi og þangað til kl 11:30 í dag. Ég held að ég þjáist af einhverjum efnaskorti annað getur bara ekki verið. Best að fara að sleikja steipijárnspönnuna!

Hei, já 21 dagar í Ormaveisluna!

21. maí 2005

Úllalala, í morgun kl. 8:30 vaknaði ég við lúðrasöng!! mjög fyndið. En svo fór ég í DGI byen og fór í mega spa og papaia búðings innsmurningu. Fékk að leggja mig í 25 mín fór í gufu og fór og fékk mér vatn úr fallegum könnum og borðaði ávexti og lét svo laga á mér augabrúnir og augnhár. Fór svo aftur í gufu og sturtu og drakk meyra vatn og endaði með að bera á mig dýrindis boddylotion. Oooohhhh ef ég gæti myndi ég gera þetta á hverri helgi. Já og svo enduðum við á að fá okkur ofsalega góða samloku á skildpadden og nú var ég að koma heim ooohhh. Bara góður dagur.

En, ég auglýsi eftir stórri krukku með 98 brjóstsviðatöflum sem ég er nýbúin að fjárfesta í og virðist hafa horfið!! Ég skiiiiil þetta ekki!

20. maí 2005

Minnið mig á að ég ætla aldrei aftur að taka þátt í félagsstörfum.

23 dagar þangað til fólkið mitt kemur!

19. maí 2005

Ó já, Heiðrún Ormamma og Jón minn koma eftir 24 daga!
jam, svaf bara til kl: lort í dag! Dugleg kona. En ég kom einu í verk sem ég er búin að hafa hangandi yfir mér í marga mánuði. Mikið var ég glöð þegar ég loksins kláraði það. Það er ótrúlegt hvað ég get ýtt á undan mér hlutunum. Drullusokkur!
En svo var mér nú bara boðið í kerlingarkaffi til RD á efrihæðinni. Þar hittust við nokkrar og röðuðum í okkur flöðebollum og snakki og svo bara var kjaftað um heim og geyma, mjög huggulegt.
Ég var að fatta áðan að ég er komin í 28. viku! Og þar af leiðandi að fara til ljósmóður á morgun. Ég er svo utanvið mig núna að ég er að fríka út. Ég fór t.d. til grænmetissala í dag, því ég var búin að ákveða að kaupa ávexti og grænmeti í kvöldmat. Ég fór inn í búðina og snéri mér í hringi og kom heim með tvær flöskur af ávaxtadjús, sólþurkaða tómata og dós af nýrnabaunum? whaaat!
Hlakka til að fá heilann aftur.
BtW. Hér er blogg frá henni Ólu Páls og sætu körlunum hennar.

17. maí 2005

Komin heim, endurnærð úr sumarbústaðsferð en gjörsamlega ósofin. Við vorum í svaka fínum bústað nema hvað að hann var svo hljóðbær að það var eins og að vera í hátalara. En börn og fullorðnir nutu sín út í ystu. Veðrið hefði mátt vera aðeins betra að mínu mati en þetta var svakalega fínt. Ekki of mikð prógram bara rólegheit og át. Maður þarf ekki mikð meira í lífinu en þetta börnin, vinina, stað til þess að sofa á og fullt fullt af mat! Já ég er til í að gra þetta aftur í bráð.
Kannski skrifa ég betri ferða sögu seinna.

12. maí 2005

I dag er eg svo svakalega urill ad eg urra framan i mann og annan! Eg er i skolanum nuna a einhverju tølvuskrapatoli ad reyna ad skrifa einhverja sma ritgerd sem eg ætladi ad klara i gærkvøldi. En i gærkvøldi svaf eg. Eg hef ekki sofid svona mikid sidan eg var ungabarn. Og eg er svo pirrud yfir thvi og hafa ekki gert allt thad sem eg ætladi ad gera i gær ad eg er umthadbil ad frika ut. Var næstum buin ad missa mig vid M a leidinni upp trøppurnar i børnehaven af thvi hun var med sma stæla. Thetta er mer mjøg olikt og eg fyla thetta als als ekki ad vera i svona vondu skapi. Oooooohhhh aaarrrrrggggrrrrrrr.

10. maí 2005

Nú er Pollentalan komin niður í lítið. Ég get farið að vera alminnileg. Er samt eithvað voða þreytt undanfarið. tuð tuð tuð.

Nú er bara mánuður eftir af skólanum og Mamma og Pabbi koma bráðum og líka Heiðrún og Nonni. Það verður gaman að fá fólkið.

M braggast og verður stærri með hverjum deginum. Hún er með ýmsa stæla við okkur núna og þrýstir á allar grensur til þess að ná sínu framm og ekkert nema gott um það að segja. Nema hvað að það reynir stundum ansi mikið á þolinmæði foreldranna. Inn á milli er hún svoooo blíð og góð og kelin. Hún skreið upp í til mín í dag þegar ég var að leggja mig og strauk bumbun og söng og strauk andlitð og sagði: æ mamma þú ert svo mjúk! oooooh bara draumur!

9. maí 2005

Fíííín helgi,
* Ofnæmi dauðans
* dans framm á nótt
* sófa leti
* Vor hreingerning i svefni herberginu og breytingar

Talandi um vorhreingerninguna, maðurinn minn heldur að ég sé komin með vott að hreiðurgerðar tendens. Hann óttast mest að ég fari að draga inn greinar og gras og heldur að ég fari að kroppa dún undan höndunum til að mýkja í. Ég veit ekki, gæti verði brabrabrabrabra!

6. maí 2005

Jæja þá er búið að redda íbúðunum, takk fyrir alle sammen.
Í gær fórum við sko í þessa fínu hjólaferð út á Amagerfellet og vorum þar við naturcentret í langan tíma og röðuðum í okkur kræsingum úr afmæli Tómasar Atla. Fyrirmyndar foreldrar þar á ferð ... og ekkert smá sniðugir. Eftir afmælið fórum við á rosalegan Kanininens markað lengst út á Englandsvej. Þar voru tívolítæki, loppumarkaður, sölutjöld og graðhestamússík. Mikil Andstæða rólegheitanna í við Naturcenteret. En ég fékk ofnæmiskast dauðans og hnerraði úr mér allt vit og tókst að brenna rosalega í framan. Þannig að nú er ég eldrauð eins og feiminn karfi með risastórt bólgið nefn og lítl augu. Mmmmmjög sætt! Er að hugsa um að fara í bleikann kjól í veisluna í kvöld, ekkert að fela neitt bara gera meira úr þessu muahahaha.

4. maí 2005

Hei hei hei, Okkur vanntar íbúð frá 14 til 21 júní handa elskulegri fænku minni og manninum hennar. Og annað þá ætlum við að leigja út íbúðina okkar fyrstu tvær vikunar í júlí ég lofa að vera búin að skúra! hehehe.
Latið mig vita ef þið vitið um einvhern.

3. maí 2005

Hnerri, kláði í nefi og augum, þreyta, birkipóllen er ógeð.

1. maí 2005

Jæja fyrsti mai bara kominn. Jam áframm komma vinir.
Ég var á tónleikum með hinu fábæra bumbu bandi Croisztans. Mikið var það nú gaman. Loksins gekk þetta vel. Og ég var í svaka stuði. Gott gott allir sem misstu af þessu ættu að vera leiðir.