26. maí 2005

Fyrir dani er svakalega langt til Íslands. Íslendingar skreppa til Danmerkur og finnst það lítið flóknara eða lengra en að skreppa út fyrir bæjinn. Svona skreppa t.d. Akurnesingar til Reykjavíkur oft bara til að skreppa. En Reykvíkingar fara í ferðalag upp á Akranes og finnst það frekar langt. Og hér á Öresundskollegíinu er lengra úr L blokkinni í J blokkina en það er úr J blokkinni yfir í L.

Furðulegt?

17 dagar í Ormana

Og hey afhverju var flaggað á strætó í dag. Mér finnst vera endalausir Dannebrudagar hér!

Og ég er geðveikt brend á bringunni eftir daginn í dag. Eins og rækja!

Engin ummæli: