19. maí 2005

jam, svaf bara til kl: lort í dag! Dugleg kona. En ég kom einu í verk sem ég er búin að hafa hangandi yfir mér í marga mánuði. Mikið var ég glöð þegar ég loksins kláraði það. Það er ótrúlegt hvað ég get ýtt á undan mér hlutunum. Drullusokkur!
En svo var mér nú bara boðið í kerlingarkaffi til RD á efrihæðinni. Þar hittust við nokkrar og röðuðum í okkur flöðebollum og snakki og svo bara var kjaftað um heim og geyma, mjög huggulegt.
Ég var að fatta áðan að ég er komin í 28. viku! Og þar af leiðandi að fara til ljósmóður á morgun. Ég er svo utanvið mig núna að ég er að fríka út. Ég fór t.d. til grænmetissala í dag, því ég var búin að ákveða að kaupa ávexti og grænmeti í kvöldmat. Ég fór inn í búðina og snéri mér í hringi og kom heim með tvær flöskur af ávaxtadjús, sólþurkaða tómata og dós af nýrnabaunum? whaaat!
Hlakka til að fá heilann aftur.
BtW. Hér er blogg frá henni Ólu Páls og sætu körlunum hennar.

Engin ummæli: