24. maí 2005

Ég fór í smá félagstarf hér á kollegíinu í vor og átti það að vera svona hygge hygg. En nú er allt upp í loft og mig grunar enn að það sé mest allt byggt á misskilningi og samskipta bresti. Ég trúi bara ekki að fólk segi eða geri hluti viljandi til þess að skemma fyrir öðrum eða særa eða koma vondu orði á fólk. Nú er ég svo að fara á fund og er hálf miður mín bara. Mér finnst þetta svo erfitt að standa í þessu, ég er eithvað svo viðkvæm í þessu ástandi, tek allt frekar nærri mér. Ég vona bara að hlutirnir leysist og við kysstumst öll í lok fundar og það verði aldri neitt vandamál aftur.

Skrýtið að í þau skipti sem ég hef ákveðið að demba mér í félagsmál undanfarið hef ég lent í einhverjum svona leiðindarmálum. Ég brendi mig mjög illa síðast og ég vonast bara til að þetta sé bara fyrstastigs bruni í þetta skipit. Ég hef ekki mjög skemmtilega reynslu af félagsmálum af þessu leyti en sammt iða ég í skinninu um að fá að vera með. Ætli það sé ekki bara einhver ráðskonurass að brjótast um í mér. hmmm verð bara að finna útrás fyrir þetta í einhverju öðru ... brent barn forðast eldinn!

Engin ummæli: