19. des. 2007

Sjaldan er ein báran stök...

Þetta eru búnar að vera ótrúlegar vikur hjá okkur undanfarið. Fyrst var allri innlendri dagskrágerð hætt hjá skjáeinum þannig að egtefellen missti vinnuna ásamt 12öðrum samstarfsmönnum. En það er mjög líklegt að hann fái vinnu annarstaðar... Svo sótti ég um vinnu sem sérfræðingur og viti menn ég er búin að fara í eitt viðtal!!! Ég er mjög stolt af því að 14 sóttu um stöðuna og aðeins 6 boðaðir í viðta. Gott hjá mér. Svo sjáum við bara hvað setur!
En svo kom aðal sjokkið... mamma Christians varð alvarlega lasin og liggur nú á sjúkrahúsi og er að jafna sig eftir stóra hjartaðgerð og bypass. Hún hefur þó náð ótrúlegum bata á skömmum tíma og sembetur fer lítur allt mjög vel út og hún kemst heim fyrir jól. Chr. stökk af stað og fór út til hennar og er búin að vera hjá henni frá því á laugardag. En það þýðir að ég hélt upp á afmæli M í gær með góðri hjálp frændfólks mína. Það get mjög vel við vorum úti og ég ætla aðsetja inn myndir frá afmælinu sem fyrst. Þetta var frábært að vera í útiafmæli í desember... algjör snild. En ég er ekki búin að þrífa, ekki búin að kaupa allar jólagjafir, ekki klára jólakortin og ég hef ekki bakað eina sort! Væl.. ég skil ekki hvernig fólk getur verið einstætt foreldri. Ég býst við að maður reddi sér en fyrir mig þá er þetta bara of mikið ég meika ekki að sjá um allt mig vantar spássið og það sem fyrst en hann kemur ekki fyrr en 22 des kl. 24.00 Það er súrt. Við verðum bara að redda öllu á Þorláksmessu. Akkúrat núna langar mig bara í frí langt í burtu og sofa í marga daga. Svona andlegur rússíbani er hressandi í bland við jólaösina!
Ég get alltaf líka bara dottið í það... hehehe skál!

5. des. 2007