30. nóv. 2006


Ég veit hvaða plötu mig langar í jólagjöf...þessa hérna. Njótið vel og hækkið vel í hátölurunum og hugsið um komandi tíma með gleði og hamingju.... lalalallalalal

29. nóv. 2006

Ég veit ekki hvað gengur að mér þessa daganna. Ég er að "reyna" að drullast í leikfimi en líkaminn kemur með ýmsar leiðir fyrir mig til þess að losna við að koma mér af stað. Á sunnudaginn hélt ég að ég hefði tábrottnað en komst að því daginn eftir að hún fór "bara" úr lið og small til baka eeerrrggghhhhhuu og núna er ég komin með þessa líka dýrindis blöðrubólgu. Hvað næst...?

Ég held að ég þjáist af leikfimistafneitunnardrulluskokkshættissyndrómi... Ætli það séu til einhver samtök sem geta komið mér til hjálpar? Veit ekki, er ekki bara málið að RÍFA SIG UPP Á RASSGATINU FOKKING HELL!

28. nóv. 2006

Haldiði ekki nema táin hafi smollið í liðinn þegar ég var á leið niður tröppurnar úr vinnuni í gær. Haldiði sé munur...jeee minn eini.

Nú verð ég víst bara að drífa mig í líkamsrækt.. hmmmm.

27. nóv. 2006

Helgin... var bara skrambi góð. Kraftaverkið sem ég vonaðist eftir gerðist ekki en koma tímar koma ráð. M fær að haf Hygge kvöld á föstudögum sem inniber bíómynd popp og djús, sæng á sófanum og litlasystir farin að sofa. Nú vorum við mætt fjölskyldan nema minnsta manneskjan og vorum tilbúin í fína viðbjóðs teiknimynd frá Disney. Barnið sat og hrofði spennt en var frekar reið þegar myndin var búin og foreldrarnir hrutu á sófanum og henni tókst með stappi að fá líf í okkur aftur. En á laugardaginn máluðum við eldhússkápinn og eldhúsborðið okkar. Það hefur tekið okkur u.þ.b. 6 ár að taka ákvörðum um það hvort við ættum að mála hann og um helgina var það gert... jiiibíí. Nú þarf bara mála eina umferð yfir eldhúsborðið og hillurnar tvær inn í skápinn og þrífa og þá meiga jólin koma.

Það sem miðurfór var að ég braut næstum því "baug-tánna" á mér. Það var svo vonnt að ég kemst ekki í líkamrækt... uuuuhhhh! ;o/

24. nóv. 2006

Föstudagarnir eru bara góðir, díses hvað vikan líður hratt. Ég er að hugsa um að gera jólahreingerninguna um helgina. ATH hugsa um!

Kansk gerist kraftaverk á laugardaginn.. hver veit?

22. nóv. 2006


Við fjölskyldan vorum á baksíðu Moggans á mánudaginn. Já, myndin er tekin á briljant augnabliki... ég var ekki að drösla vagninum langa leið og... æi...bara fyndið,



Hér er fréttin, snjórinn kom mér ekki á óvart!

21. nóv. 2006

Ó já, Humar eða frægð, heimsyfirráð eða dauði... Þvíílíkir snilldar tónleikar. Ó hvað þetta var óskaplega gaman ég var með brosið fast á milli eyrnanna í tvo sólarhringa. Augun eru enn pírð.

En við byrjuðum föstudaginn þannig að R var lasin og ég heima að þrífa og undirbúa mig. Alveg búin að pússa skóna upp úr þrjú. En svo óheppilega vildi til að Chr. þurfti að fara í Óvissuferð með vinnuni þannig að Mamma kom um 18.00 til þess að passa stelpurnar. Ég var nett stressuð því að ég fékk gesti á síðustu stundu og átti alveg eftir að taka mig til. En það tók ekki langan tíma og fyrr en varði var Auður frænka komin að sækja mig og við á leið í partý til Birnu. Ég hafði hennt hvítvínsflösku í töskuna mína til þess að sötra fyrir tónlekiana og var búin að bjóða Herdísi helminginn. Taskan var að sjálfsögðu stór og mikil þannig að pláss væri fyrir vetlinga og húu og trefil og peysu og jakka og allt. Því mig grunaði að ekki væri fatahengi í Laugardalshöllinni. Eeeen það reyndist ekki alveg rétt því það var fatarhengi en það rúmaði jakka fyri ca. 100 manns af ca 5000 sem mættir voru. Þannig að þið getið ýmindað ykkur pirringinn í fólki og svo aumingjas stúlku kindurnar sem voru að vinna þar þurftu að taka á móti skömmum og svífirðingum hálffullra metnaðarfullra sykurmola unnenda.

En víkjum okkur aftur af því þegar ég og Auður sátum í bílnum á leiðinni í partý til Birnu. Þá var ég semsat með voða fínt leðurveski með vín og eina bjórdós í. Á leiðinni út úr bílnum ætla ég að vera sniðug og láta Auði fá miðann sinn en tekst ekki betur en svo að ég kippi dagbókinni upp úr töskunni með þeim afleiðingum að taskan dettur í götunna og flaskan mölvast í 1000 mola og þar var veskið mitt og síminn og allt. Síminn varð óvirkur í þessari lotu. En svo fórum við í partý og ég gat nú kríað út einn bjór og eftir 40 mín var lagt af stað í partý með láns veski frá Birnu.

Tónleikarnir voru æðislegir það var svo óskaplega gaman. Ég söng og gaulaði út í eitt. Ég var í sælu vímu og tók hvorki eftir stað né stund. Á miðjum tónleikum áttaði ég mig á því að það var frekar autt í kringum okkur hryssurnar. Ég fattaði þá að fólkið sem hélt um eyrun og færði sig, var sennilega ekki að flýja háfaðann í hljómsveitinni heldur gaulið í okkur. Það var svolítið vandræðanlegt móment en ég lét það ekki á mig fá heldur hélt áfram að öskra mig hása ohohhhh Regina, Deus deus.. osfrv. Þegar maður er 15 stúlkur í hóp er mjög erfitt að halda hópinn því það eru yfirleitt einhver að pissa eða á barnum eða einhver að bíða á góðastaðnum eða bíða eftir þeim sem eru að pissa eða á barnum. Þetta var mjög fyndið og vorum við með þeim síðustu sem söngluðum glaðar út úr höllinni. Við vorum svo hepnar að vera boðið í partý til Söru sem er vinkona vinkonu og frænka annarar vinkonu frænku... týpist íslenskt. Auður var komin með hausverk og fór heim eftir að hafa skutlað okkur í partý. Partýið var fínt, fullt af konum og skrafað framm eftir. Svo var farið á bar en þá áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að fá 5000 kr hjá Auði fyrir miðanum en hafði gert ráð fyrir því og hafði skilið öll kort eftir heima... bömmer. Ingunn sjanghæaði söngglaðann sveitamann sem bauð okkur upp á bjór og svo reddaði solla mér seinna á dansigólfinnu um einn. Eftir að hafa dansað eftir Smiths og Cure á 11 þá röltum við heim á leið og fengum okkur Hlölla með hjálp Birnu.

Niðurstaða:
Þrátt fyrir að hafa drekt símanum í hvítvíni, klætt veskið mitt að innan með glerbrotum, gleymt peningnum þá var þetta svo yyyndislegt. Sykurmolarnir voru æði út í gegn og ég fékk hroll og táraðist og uppgötvaði að ég er fan. Ég hélt að ég væri ekki neinn fan. Ætli ég verði svona aftur eftir 20 ár? Ég sá sykurmolana fyrir 20 árum í Fellahelli og fékk gæsahúð ég varð snortin á föstudagskvöldið, ég tapaði mér í gleði og sæluvímu. Björk var í sömu fötunum Magga eins og gullmoli, karlarnir nokkuð sprækir engin bumba, smá hárþynning en samt bara sætir og það besta af öllu er að í fyrstaskipti fattaði ég Einar Örn. Það var æði. Toppurinn á tilvernni var þegar Sjón steig á svið og tók lúftgítar. Hver getur toppað það?

Ef ég ætti að segja eithvað neikvætt um þessa tónleika þá var 1/5 af salnum útlendingar sem voru mættir á merkann menningarviðburð. Þeir stóðu og voru að njóta stífir og streit. Ég hefði viljað meiri kremju, dans og dúndur en Hryssu stóðið stóð fyrir sínu og svældu menningarsnobbarana í burtu með hneggji, hófataki, góli og gleði íííhhhaaa.

16. nóv. 2006


Í dag á mamma mín afmæli, Jónas og íslenska Tungan. Tilhamingju öllsaman..

14. nóv. 2006



Ég er í skrýtnu skapi undanfarið. Geðsveiflunar eru eins og stórsjór. Búin að liggja í flensu í síðustuviku, detta á hausinn í hálku, fara í partý, vera á bömmer, fara í megrun, þrífa húsið, fá nýja nágranna og vera gjörsamlega ó-sofin.

Núna væri meiriháttar að eiga lítinn kofa við strönd sem maður gæti flúið til og sofið og safnað krafti. En kanski fæ ég kraft á föstudaginn, ég hlakka ótrúlega mikið til að fara á Sykurmolatónleikana ég ætla að syngja eins hátt og ég get.

7. nóv. 2006

Núna sit ég í kuldakasti úti í rassgati.. þ.e. við enda flugvallarins út í Skerjavör. Hlutverk mitt hér þennan mánuðinn er að vera staðarhaldari áhaldahúss og í leiðinni skrásetja ÍSÓ staðla. Þetta er skemman sem geymir allar slátturvélar VSKR og hér vinna menn sem eru hluti af svæðinu, þ.e. stundum sér maður þá og stundum ekki. Stundum sitja þeir við kaffiborð og og maður sér þá í gegnum gluggan og svo næst sér maður þá læðast út úr skítugum gámi. Svo sér maður þá ekki á langan tíma eins gott að ég verði hér ekki of lengi, einungis út þennan mánuð.
Það er skrýtið að hugsa til þess að það eru bara 22 dagar þangað til desember kemur með allri sinni ljósadýrð gleði og creyzines.

Á morgun fer ég fyrst á fund með starfsmannafélaginu og á fimmtudaginn bregð ég land undir fót og fer á Þorlákshöfn á fund. Skemmtilegt.

3. nóv. 2006

Íbúðaskipti

Vinnufélaginn minn langar að gera íbúðaskipti yfir jólin. Hann á íbúð á Keilugranda sem er 52fm. Hann vill gjarnan búa á Öresundskolleginu yfir jólin frá ca 17. des til ca. 3 janúar. Er einhver sem hefur áhuga þá hafið samband á dofri@dofri.net eða í gegnum mig.

2. nóv. 2006

Vegna misskilnings urðum við fyrir því ó-LÁNI að missa tenginguna í sjónvarpið. Þannig að við erum búin að vera sjónvarpslaus í þrjá daga. Ég get svariða hjónalífið hefur aldrei verið betra... Ótrúlegt hvað þessi kassa drusla getur haft niðurdrepandi-deyfandi-mygluð- áhrif á mann. Undan farin kvöld höfum við setið og hlustað á mússík og spilað hin ýmsustu spil. Og í gær þegar ég kom heim og byrjaði að elda þá kom bóndinn færandi hendi með púrtvínsglas og flaggaði púrtvínsflösku sem hann hafði fjárfest í! Þetta væri ekki frásögu færandi nema hvað að ég hef yferleitt séð um öll kaup á púrtvíni og drukkið eitt til tvö staup á kvöldin svona yfir vetratíman eeeen síðasliðin tvö þrjú ár hefur þessi siður minn bara horfið og var ég alveg hætt að eiga púrtvín í skápnum mínum. Ég reyndi að ná upp úr manninum hvað hann vildi og hvað hann væri að spá og afhverju væri hann að dekra við mig og setja í vélina óumbeðinn og bara allt eins og það á að vera. Er það ekki týpist að þá er ég ekki að treysta því og finnst liggja eithvað á bakvið. En hann er bara búinn að taka þá ákvörðun að hætta að vera dofinn... Hvort sem það er íslenska merkingin eða sú danska, mér er alveg sama ég er aaaalsæl, ég var að eignast nýjan kærasta.
Takk elsku síminn.is að loka tengingunni.
Spurnigin er að bara skammta sjónvarpsglápið á heimilinu.

En annað ég er nett spennt fyrir lúðró.