7. nóv. 2006

Núna sit ég í kuldakasti úti í rassgati.. þ.e. við enda flugvallarins út í Skerjavör. Hlutverk mitt hér þennan mánuðinn er að vera staðarhaldari áhaldahúss og í leiðinni skrásetja ÍSÓ staðla. Þetta er skemman sem geymir allar slátturvélar VSKR og hér vinna menn sem eru hluti af svæðinu, þ.e. stundum sér maður þá og stundum ekki. Stundum sitja þeir við kaffiborð og og maður sér þá í gegnum gluggan og svo næst sér maður þá læðast út úr skítugum gámi. Svo sér maður þá ekki á langan tíma eins gott að ég verði hér ekki of lengi, einungis út þennan mánuð.
Það er skrýtið að hugsa til þess að það eru bara 22 dagar þangað til desember kemur með allri sinni ljósadýrð gleði og creyzines.

Á morgun fer ég fyrst á fund með starfsmannafélaginu og á fimmtudaginn bregð ég land undir fót og fer á Þorlákshöfn á fund. Skemmtilegt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvada hvada ! tu verdur ad skila kvedju til jons fra mer, tinna