29. nóv. 2006

Ég veit ekki hvað gengur að mér þessa daganna. Ég er að "reyna" að drullast í leikfimi en líkaminn kemur með ýmsar leiðir fyrir mig til þess að losna við að koma mér af stað. Á sunnudaginn hélt ég að ég hefði tábrottnað en komst að því daginn eftir að hún fór "bara" úr lið og small til baka eeerrrggghhhhhuu og núna er ég komin með þessa líka dýrindis blöðrubólgu. Hvað næst...?

Ég held að ég þjáist af leikfimistafneitunnardrulluskokkshættissyndrómi... Ætli það séu til einhver samtök sem geta komið mér til hjálpar? Veit ekki, er ekki bara málið að RÍFA SIG UPP Á RASSGATINU FOKKING HELL!

5 ummæli:

Heiðrún sagði...

júbbs, þau heita: LADSA; leikfimis-afneitunar-drulluskokkshættis-
syndróm anonymous.

Frú Elgaard sagði...

Já cool, ég gæti þá kanski fengið svona stuðningsfulltrú hjá LADSA hmmm dembi mér í dæmið!

Nafnlaus sagði...

ef thu kemur i laugar, skal eg stiga a tanna a ther.... :) Erla

Ólöf sagði...

Veit ekki hvað það er með mig og sársauka og tær. Ég fæ hroll inní bein við tilhugsunina!

Frú Elgaard sagði...

já laugar er kanski málið? Já tá úr lið er mjög óaðlaðandi sérstakalega þegar maður fattar að þetta var ekki bólga í tánni heldur var hún bara ÚR lið... í sólarhring... uuuhhhggghh ógeð.