2. nóv. 2006

Vegna misskilnings urðum við fyrir því ó-LÁNI að missa tenginguna í sjónvarpið. Þannig að við erum búin að vera sjónvarpslaus í þrjá daga. Ég get svariða hjónalífið hefur aldrei verið betra... Ótrúlegt hvað þessi kassa drusla getur haft niðurdrepandi-deyfandi-mygluð- áhrif á mann. Undan farin kvöld höfum við setið og hlustað á mússík og spilað hin ýmsustu spil. Og í gær þegar ég kom heim og byrjaði að elda þá kom bóndinn færandi hendi með púrtvínsglas og flaggaði púrtvínsflösku sem hann hafði fjárfest í! Þetta væri ekki frásögu færandi nema hvað að ég hef yferleitt séð um öll kaup á púrtvíni og drukkið eitt til tvö staup á kvöldin svona yfir vetratíman eeeen síðasliðin tvö þrjú ár hefur þessi siður minn bara horfið og var ég alveg hætt að eiga púrtvín í skápnum mínum. Ég reyndi að ná upp úr manninum hvað hann vildi og hvað hann væri að spá og afhverju væri hann að dekra við mig og setja í vélina óumbeðinn og bara allt eins og það á að vera. Er það ekki týpist að þá er ég ekki að treysta því og finnst liggja eithvað á bakvið. En hann er bara búinn að taka þá ákvörðun að hætta að vera dofinn... Hvort sem það er íslenska merkingin eða sú danska, mér er alveg sama ég er aaaalsæl, ég var að eignast nýjan kærasta.
Takk elsku síminn.is að loka tengingunni.
Spurnigin er að bara skammta sjónvarpsglápið á heimilinu.

En annað ég er nett spennt fyrir lúðró.

3 ummæli:

SL sagði...

Eina krónu fyrir Christian einn tveir og þrír!!!!!

Sammála með TV....gjörsamlega getur steikt hjónalífið!

Ólöf sagði...

frábært, maður ætti kannski að henda sínu á haugana!

Heiðrún sagði...

Skál í púrtara 'skan...