30. okt. 2006

Ég breytti nokkrum linkun. Tók út nokkra sem ekki nenna að blogga lengur og stakk nýjum inn sem tilheyra daglegri lesningu minni.

Staðan á lífinu í lok október mánaðar:
Karlinn: duglegur, fitnar en er að fara að tromma, ég vonast til að hann grennist með
Börnin: dugleg, góð, yndisleg, falleg og fara ört stækkandi.
vinnan: fín frammför í produktivitet
áhugamálin: málefnaleg og skemmtileg, gefandi og lærdómsrík og alltaf fleyri og fleyri mál sem bætast inn í þennan geira.. er að byrja í lúðrasveit... OMG
þyngdin: Níhil... ekkert gerist.. spurning um alsherjar alheims átak.
bankareikningurinn: Níhil alltaf búinn í lok mánaðar.. hvernig á maður að geta safnað upp í þessi 20% af íbúðarverði. Ég sé það bara ekki gerast.
Vinirnir: verð að rækta þá betur. :( afsakið en ég verð að taka mig á
Sjálfið: er að styrkjast en þarfnast mikils viðhalds

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér finnst þú bara alveg einstaklega frábær og kjarkmikil kona frú elgaard. og ég kemst alltaf í aðeins betra skap eftir lestur hér....góðar stundir og gangi ykkur vel með allt

Bippi sagði...

Í hvaða lúðrasveit ætlar frú Elgaard spila? spyr lúðrasveitanördinn sjálfur;o)

Spilarðu ennþá á klarinett?? Einhverntíma spilaðirðu á kontrabassa man ég;o) Ertu kannski í slagverki??

Það er gott að vera í lúðrasveit. Það er gott fólk í lúðrasveitum;o)

Frú Elgaard sagði...

Sko, hún Arnfríður Sólrún er náttúrulega gleðisprauta númer 1. Og hún er búin að stofna feminíska lúðrasveit sem á að bera nafnið Sjafnar Yndi.. heheh og vegna þess hversu langt er síðan að ég lærði á klarinett og kontrabassa þá ætla ég að fá minn ástkæra eiginmann til þess að hjálpa mér að læra á slagverk.. þ.e. ef það veldur ekki hjónaskilnaði... hehe en ég hlakka geðveikt til. (fleiri stelpur eru: Kidda rokk, Eyrún Baldurs, Adda, kanski Anna Nik þú verður bara með þegar þú ert á landinu hehehe)

Heiðrún sagði...

Frábær hugmynd! Kannski vantar ykkur kornettleikara næsta haust???
En ég væri þó mjög mikið til í að skipra yfir á túpu, mér finnst það mjög töff. Vantar ykkur túpuleikara?

Frú Elgaard sagði...

Því fleiri því betri elskan get ekki beðið eftir að þú mætir... jibbíííí

Bippi sagði...

Djöfull líst mér vel á ykkur stelpur....ég væri sko pottþétt með ef ég væri á landinu....ég verð bara með ykkur í anda og stuðningsmaður nr.1 ;o)

Regína sagði...

ohh bara að ég kynni á hljóðfæri...

Nafnlaus sagði...

hvenær er svo fyrsta spilun? á ekki að útkasta þessu á utube?

Nafnlaus sagði...

ef þið einhverntíman eruð að spila, og það kemur svo mikið rok að þið fjúkið um loftin, og fjúkið framhjá heima hjá mér,þá megið þið gjarna fá húsaskjól í mínum kofa og æfa. En þá finnst mér að ég mætti spila á þríhorn.

Nafnlaus sagði...

djöh verðum við flottar á þríhornum.
ingibjörg, herdís og regína. djöh!