2. okt. 2006

Þegar ég var lítil gekk ég í einfaldri röð með bróður mínum og nokkrum krökkum úr hverfinu og við vorum með hvítt pappaspjald á lofti og kölluðum: "Íslandarado herinn á brott" (sem átti að vera " Ísland úr Nato, herinn á brott")

Um helgina var M búin að finna tvær stangir sem hún batt trefil á milli og lifti upp fyrir haus, tók Úu vinkonu sína með og kendi henni að öskra. "Burt með stífluna, burt með stífluna"...

Hmm, best að gera eithvað uppbyggjilegt fyrir barnið á næstunni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

snemma beygist krókurinn!!!!

Bippi sagði...

Ha, ha, ha, góður!!!

Hún má alveg berjast gegn of háu matvælaverði á Íslandi áður en að ég kem heim aftur!!! ;o)

SL sagði...

ÉG var eitt af þessum börnum sem þuldi þetta í hinum og þessum göngum með vinstri sinnuðum foreldrum mínum. Tala nú ekki um allar kertafleytingarnar...

Regína sagði...

það var svona hjá mér:
"íslandúnadú, herinn burt"!