27. sep. 2006


Í gær var kröfuganga á móti Kárahnjúkavirkjun. Þar mættu að minnstakosti 11.000 manns. Ég hef verið að lesa í "kommenta" kerfi á visir.is að þetta sé aðeins lítill hluti þjóðarinnar sem hafi þessa skoðun þ.e er á móti virkjuninni. Og þetta séu sérvitringar sem eru bara á móti öllu til þess að vera á móti.

En hér kemur mitt koment. 8.000 manns söfnuðust saman til þess að taka á móti honum Magna okkar. Þá var það öööööölll þjóðin sem stóð með honum en aðeins 8.000 létu sjá sig. En 11.000 manns á laugarveginum ér ekki nema brota brot þjóðarinnar? Segja menn. Ég mundi segja að um 50.000 manns hefði viljað vera þarna en komst ekki vegna þess að fyrirvarinn var stuttur. Ég þurfti sjálf að vera annarsstaðar en maðurinn minn og börnin fóru.

11.000 manns er mjööög mikið fyrir kröfugöngu. Það sínir mjöög stóran hluta þjóðar vilja. Það eru ekki til 11.000 öfgamenn á Íslandi. Í VG eru t.d. bara 2000 manns sem eru flokksbundnir. Ef þeir voru allir þarna Hvaðan koma þá hin 9.000 ???

3 ummæli:

Regína sagði...

heyr heyr!

Olla Swanz sagði...

fyndið, ég skoða nú netmiðla oftar en daglega og það innifelur í sér ráp á vísi.is og mbl.is en þar hef ég ekkert séð um þessa mótmælastöðu, bara á einstaka bloggum..
Samsæri - hah..

Frú Elgaard sagði...

Einmitt, alveg ótrúlega lítð fjallað um þetta! Fokkings samsæri! Við verðum bara gera eins og fólk í Austurevrópu, mæta á hverjumdegi þangað til að fólk fattar þetta!