24. okt. 2007

Ég er að drepast yfir þessu helv... veðri! Þessi suddi og rudda vindur og dónaskapur. Isss. En svona er þetta bara eins gott að helgin ber með sér þrjá snilldar viðburði: a) óvissuferð með vinnuni, sem ég er sjálf að skipuleggja ásamt öðrum. b) fundur og koktel hja NB: Félagi Umhverfisfræðinga á Íslandi og C) Geggja partý út í sveit hjá tveimur nýútskrifuðum hjúkku frænkum ég er þessvegna alvarlega að spá í að þrí brjóta bindindið alræmda! Ég verð einfaldlega að fá uppfillingu í skamdeginu og vegna þess að ég missti af allri gleði á síðustu helgi! Skál fyrir því, elskurnar.

18. okt. 2007

Ooooh, nú er komið að Airwaves jii hvað mig langar óskaplega mikið. Ég ætla sko á næsta ári það er alveg víst. Nú verð ég bara fylgjast með á netinu, græn af öfund. Hvað er svo fútt í því að vera á festivali þegar maður er á snúrunni? Ég bara spyr...

Ohh, undanfarin þrjú ár hef ég verið með kjötsúpupartý fyrir Airwavesfara á föstudeginum... Ég klúðra því núna jee hvað ég er glötuð. En það er partý á morgun hjá "vinum Öresunds", best að fara þangað og hitta fólk. Ljómandi góð hugmynd!

12. okt. 2007



Ég vann!

Kleinukerlingagleraugnagámarnir!

11. okt. 2007




Hér eru myndir af Náttúruleikhúsi í Linköping Svíþjóð. Þetta gerðum við í Workshoppi fyrir yngstu krakkana. Ofsa fallegt og skemmtilegt en ég verð að segja að mér fannst þetta mjög eðlilet og var kanski ekki eins upprifin og sumir þarna. Ég lék mér með skeljar og blóm og skreytti og notaði það sem ég fann í leik, sérstaklega þegar ég var í sveitinni hjá ömmu og afa á Núpi. Ég held að útikennsla og fræðin um hana séu eitthvað sem enn er Íslendingum eðlislægt. Ég held að allir sem starfa sem kennarar í dag hafi leikið sér í og með náttúrunni. En ef við hugsum ekki út í þetta getur það verið liðin tíð og börn kunni ekki að leika sér nema með "Pettshop" og "barbie". Segi ég, og vandaði mig mikið við að velja fallegt "Pettshop" dýr fyrir dætur mínar í fríhöfninni við heimkomuna. Ég hefði átt að færa þeim skóginn.

10. okt. 2007

´Mælingar sýna að ég er komin með 15 cm minna mittismál en fyrir sex vikum!

Svíþjóð var æði!