11. okt. 2007




Hér eru myndir af Náttúruleikhúsi í Linköping Svíþjóð. Þetta gerðum við í Workshoppi fyrir yngstu krakkana. Ofsa fallegt og skemmtilegt en ég verð að segja að mér fannst þetta mjög eðlilet og var kanski ekki eins upprifin og sumir þarna. Ég lék mér með skeljar og blóm og skreytti og notaði það sem ég fann í leik, sérstaklega þegar ég var í sveitinni hjá ömmu og afa á Núpi. Ég held að útikennsla og fræðin um hana séu eitthvað sem enn er Íslendingum eðlislægt. Ég held að allir sem starfa sem kennarar í dag hafi leikið sér í og með náttúrunni. En ef við hugsum ekki út í þetta getur það verið liðin tíð og börn kunni ekki að leika sér nema með "Pettshop" og "barbie". Segi ég, og vandaði mig mikið við að velja fallegt "Pettshop" dýr fyrir dætur mínar í fríhöfninni við heimkomuna. Ég hefði átt að færa þeim skóginn.

Engin ummæli: