31. okt. 2005

Nú skellur hversdagsleikinn á hér í henni Reykjavík. Þetta er ágætt. Mér liður bara sæmilega að vera flutt hingað til landsins. Stelpurnar mínar taka því líka ágætlega held ég bara. M plummar sig vel á Öldukoti og syngur ný lög á hverjum degi. Það eina er að hún er farin að gleyma dönskuni. Við Chr erum í mesta basli með að muna að tala við hana dönsku og það fyndna er að ég er duglegri að tala við hana dönsku en Chr. Regina bara lengist og lengist. Ég er búin að fara með hana tvisvar í ungbaraneftirlit og það lýtur bara allt mjög vel út. Hún er frekar löng orðin 61 cm en er bara akkúrat meðal barn í þyngd. Hún verður há og leggjalöng eins og mamma sín... muuuhahaha.
Chr er bara happy go lukky í vinnuni og var að flytja upp úr kjallaranum á S1 og upp í sitt "eigið" klippiherbergi. Ég sjálf eyði dögunum í kaffidrykkju og daður við strætóbílstjóra skoðandi fasteignaauglýsingar og læt mig dreyma um "litla" fallega íbúð í vesturbænum, innan um gömul tré og mosagróinn bakgarð... hmmmm hvar er lottóvinningurinn?

21. okt. 2005

Croisztans spilar á Grand Rokk í nótt kl. 01.30 föstudag... Kjötsúpa í Drápuhlíð fyrir þá sem vilja... skál...

18. okt. 2005

Ég er svo löt að skrifa að það er ekki eðlilegt. Það er svo mikið að gera hjá mér í barneignarleyfi. Við Obba erum saman og það er nú alve briljant. Við sitjum tvær saman í brjóstaþoku og drekkum kaffi og kjöftum. Ég er alveg að verða búin að taka upp úr kössunum. Ég hef ekki enn hitt saumaklúbbinn og ég grennist ekki gram. En ég er búin að ráða mig sem dagmömmu frá janúar og fram á vor. Það verður fínt. Obba er að far í skólann og vantar pössun fyrir Hrafnhildi. Þannig að ég verð með þær tvær saman. Mér lýst bara vel á það.
Nú, annars er ég bara kjallara rotta í hlíðunum sem hugsa mikið til vina minna og ætla nú að drífa mig í að hringja til þeirra áður en mér verður hent út í kuldan...

5. okt. 2005

Hei Penny klukkaði mig í bloggi sínu. Var bara að fatta það í gær. Þetta þýðir að ég eigi að segja frá 5 gagnslausum staðreindum um sjálfa mig. Mér leyst ekkert á það fyrst og fór að hugsa:
Ég er með of stóra kálfa í flest stígvél nema klovstígvel nr 40
Ég er oft álitin vera 18 ára
Ég set stundum ost út í hafragrautinn minn
Ég er held yfirleitt að ég sé hávaxin grönn og ljóshærð, og bregður þar af leiðandi í hvert skipti í búðum þegar ég máta eithvað og kemst að hinu sanna.
Ég er 15 kg of þung...
Þetta fanst mér geðveikt þunglyndislegt og niðurdrepandi þannig að ég leyf mér að breyta:
Ég nota brjóstarhaldara nr 75 D... allavega núna.
Ég get gert þrjá rennismið í einu á tunguna og bundið hnút á kissuberjastöngul með henni.
Mér finnst Belgiskur bjór besti drykkurinn
Ég er með stóran kúlurass sem ég get dillað eins og eðal rapp dansari.
Ég get tjáðmig fullkomlega á fjórum tungumálum.

Vá það munar um í alvöru. Ég fýla 5 síðustu staðreindir betur en hinar ... hugsa jákvætt það er í alvöru málið.
Ég klukkka hér með tríóið Heiðrúnu ...Há, Ól og Jan.

4. okt. 2005

Jæja,
Loksins gef ég mér tíma til þess að skrifa nokkrar línur. Það er bara allt það besta að frétta og ég held að þetta verði bara gaman. Við fengm gáminn á föstudaginn og tæmdum hann þá. Skildum reyndar 25 útvörp og eitt stikki píanó eftir þar til á sunnudag. Síðan erum við búin að ver að raða og róta í nokkra daga. Það er alveg komast mynd á þetta og litla kjallara íbúðin er að farin að líkjast kollegi íbúðinni... þetta er ótrúlegt með okkur og plássleysu. Við erum svo að fara að kaupa okkur bíl í dag á ca 120 þús. Nóg er til af síkum skrjóðum hér, ef skrjóð skyldi kalla miðað við litla skrímslið sem við áttum í Köben. Þetta er nefnilega rauður steisjónbíll ekta fjölskyldurúta. En jú við erum að fara í greiðslu mat á morgun og svo er bara að demba sér á parketútsölu... ÓMG.
hahahahaha tók þetta með trompi!hihihiihi
Annars eru stelpurnar mínar bara fínar. M er búin að vera í aðlögun á Öldukoti núna og það virðist bara ganga nokkuð vel. R er bara að fitna og stækka eins og hún á að gera og verður há grönn og leggjalöng eins og mamma sín.
Þetta er bara allt að koma!