31. okt. 2005

Nú skellur hversdagsleikinn á hér í henni Reykjavík. Þetta er ágætt. Mér liður bara sæmilega að vera flutt hingað til landsins. Stelpurnar mínar taka því líka ágætlega held ég bara. M plummar sig vel á Öldukoti og syngur ný lög á hverjum degi. Það eina er að hún er farin að gleyma dönskuni. Við Chr erum í mesta basli með að muna að tala við hana dönsku og það fyndna er að ég er duglegri að tala við hana dönsku en Chr. Regina bara lengist og lengist. Ég er búin að fara með hana tvisvar í ungbaraneftirlit og það lýtur bara allt mjög vel út. Hún er frekar löng orðin 61 cm en er bara akkúrat meðal barn í þyngd. Hún verður há og leggjalöng eins og mamma sín... muuuhahaha.
Chr er bara happy go lukky í vinnuni og var að flytja upp úr kjallaranum á S1 og upp í sitt "eigið" klippiherbergi. Ég sjálf eyði dögunum í kaffidrykkju og daður við strætóbílstjóra skoðandi fasteignaauglýsingar og læt mig dreyma um "litla" fallega íbúð í vesturbænum, innan um gömul tré og mosagróinn bakgarð... hmmmm hvar er lottóvinningurinn?

4 ummæli:

SL sagði...

Ertu heima næstu helgi?
Okkur langar að kíkja á ykkur.
Kveðja Sigga Lísa

Regína sagði...

Gott að heyra að allt gengur vel.

Nafnlaus sagði...

ohhh vid söknum ykkar svoo...gott að heyra að allt gangi ykkur i haginn, tinna

Heiðrún sagði...

það er alveg satt, rauðvínið bragðast öðruvísi án þín! getur þú ekki bara komið til mín?
sakna þín robboslega.