18. okt. 2005

Ég er svo löt að skrifa að það er ekki eðlilegt. Það er svo mikið að gera hjá mér í barneignarleyfi. Við Obba erum saman og það er nú alve briljant. Við sitjum tvær saman í brjóstaþoku og drekkum kaffi og kjöftum. Ég er alveg að verða búin að taka upp úr kössunum. Ég hef ekki enn hitt saumaklúbbinn og ég grennist ekki gram. En ég er búin að ráða mig sem dagmömmu frá janúar og fram á vor. Það verður fínt. Obba er að far í skólann og vantar pössun fyrir Hrafnhildi. Þannig að ég verð með þær tvær saman. Mér lýst bara vel á það.
Nú, annars er ég bara kjallara rotta í hlíðunum sem hugsa mikið til vina minna og ætla nú að drífa mig í að hringja til þeirra áður en mér verður hent út í kuldan...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig langar rosalega að fara að hittast, þyrfti bara að bjóða ykkur og Sollu og Kristjáni í mat við tækifæri,stefna að því allavega.

Frú Elgaard sagði...

já kúl, ég var að reyna að hringja í þig á síðastaföstudaginn síðasta. Naði ekki í neinn. verðum að hittast sem fyrst.

Nafnlaus sagði...

mig langar orðið mikið til að hei-yr aí þér,en ég get sagt þér fréttir,ég fæddi dreng 18okt 20merkur 56cm!Árni Dagur heitir hann:)okkur heilsast vel:)kveðja Harpa Barkar