28. feb. 2004

Ég fann hann.

Í dag er ég sko búin að gera heilan helling.

Ég er búin að fara út og hitta frændfólk mitt sem mér þykir rosa væntum og við fengum okkur bruch á kaffi Norden sem er nú frekar skrítinn staður en .... allir íslendigar vita hvar hann er og er hann þó nokkuð skárri en helv... Hard rock.

Svo erum við búin að fara í allar leiðulegustu búðir danmerkur og svo enda í Amagercenter sem er náttúrulega versti staður í heimi. En okkur tókst að kaupa afmælisgjöf handa dóttur okkar frá farfar! Foreldrarnir eiddu nefnilega peningunum sem hún fékk í mat fyrir jólin! Vonda fókið!!

En nú erum við komin heim og ég er að fara að kaupa mér kort í líkamsrækt og ég hlakka bara til að fara að puða. Og svo ætla ég að hitta Dísu Deez í kvöld þannig að það er allt í góðum gír hér.

27. feb. 2004

Fru Elgaard

I dag er eg buin ad tyna manninum minum..... aftur. Hvar er hann ?
Hann hlytur ad fara ad skila ser karlinn. Okkur M langar i Pizzu!

26. feb. 2004

Í dag hefur mér ekkert orðið úr verki! En svona eru nú sumir dagar. Og ég er sammt búin að ná að tala fullt við nágrannakonuna og búin að breita blogginu! Mjög gott!

Það kemur nýr dagur á morgun

25. feb. 2004

Hallo

Jæja, ég er þá bara byrjuð aftur. Blótið er búið og allt gekk að lokum vel nema ég keyrði mig í rot .... í orðsins fylgstu merkingu. Er í sjálfvirkri endurhæfingu í Rungsted hjá tengdó.

Skólinn bara settur í bið og safna bara spiki í smá tíma þangað til að þetta líður hjá. Ætla sammt að reyna að fara í sprikl á morgun. Það verður öruglega gott.

Matthildur stendur sig eins og hetja. Finnst rosalega skemmtilegt í leikskólanum og vill helst ráða sjálf ... Öllu. Hún er nú sammt svolítð fyndin, hún tók upp á því um daginn að hætta segja da í stað já og segir núna hátt og skýrt Já. En tók upp á því að segja E í stað ég eða jeg. Þannig að stundum hljómar hún eins og afdalabóndi frá norður Noregi: "mamma e ska fra"

En maðurinn minn sefur ... enn! Og er að sækja um í Filmskolen. Mér lýst ljómandi vel á það. Hann ætlar í animation leikstjórn. Ég held að það hennti honum mjög vel því þar eru sko einginn konflikt eða leikarar með primadonnustæla. Bara dúkka sem maður pakkar í kassa þegar maður er búinn!!! heheh

Jæja ég ætla að reyna að halda þessu við núna og skrifa meira fyrir þá sem nenna að lesa þetta. og og og ég ætla að reyna að setja inn nýtt sjátát!