25. feb. 2004

Hallo

Jæja, ég er þá bara byrjuð aftur. Blótið er búið og allt gekk að lokum vel nema ég keyrði mig í rot .... í orðsins fylgstu merkingu. Er í sjálfvirkri endurhæfingu í Rungsted hjá tengdó.

Skólinn bara settur í bið og safna bara spiki í smá tíma þangað til að þetta líður hjá. Ætla sammt að reyna að fara í sprikl á morgun. Það verður öruglega gott.

Matthildur stendur sig eins og hetja. Finnst rosalega skemmtilegt í leikskólanum og vill helst ráða sjálf ... Öllu. Hún er nú sammt svolítð fyndin, hún tók upp á því um daginn að hætta segja da í stað já og segir núna hátt og skýrt Já. En tók upp á því að segja E í stað ég eða jeg. Þannig að stundum hljómar hún eins og afdalabóndi frá norður Noregi: "mamma e ska fra"

En maðurinn minn sefur ... enn! Og er að sækja um í Filmskolen. Mér lýst ljómandi vel á það. Hann ætlar í animation leikstjórn. Ég held að það hennti honum mjög vel því þar eru sko einginn konflikt eða leikarar með primadonnustæla. Bara dúkka sem maður pakkar í kassa þegar maður er búinn!!! heheh

Jæja ég ætla að reyna að halda þessu við núna og skrifa meira fyrir þá sem nenna að lesa þetta. og og og ég ætla að reyna að setja inn nýtt sjátát!

Engin ummæli: