19. jan. 2004

Nú finnst mér ég vera komin af alminnilega af stað með Þorrablótið. Það gekk bara vel í dag.

Þetta var góður dagur. Ég svaf lengi en náði þar af leiðandi ekki að þrífa eins og ætlunin var. Og Ég var búin að heita því að fara í rúmið fyir klukkan 24 en ég næ því ekki.... neeeeei.

Nágrannarnir eru á leið til Póllands i sumar og okkur langar með. En vandamálið er að tengdapabbi er að fara að gifta sig á jazzfestivali á Famö!!! Við erum boðin þangað i 10 daga í júli! Ég veit ekki hvort við getum þá farið líka til Póllands??? En það er langt í júlí og ævintýrin gerast enn sjáðu til!

M. er í essinu sínu þessa dagana. Hún er farin að telja! 7, 8, 9. Ég skil bara ekki afhverju hún byrjar ekki á því að læra 1, 2, 3. En mjög fyndið sammt sem áður.

Chr. sefur enn á sófanum! Það tók á að formatera tölvuna greinilega!!

Það snjóar úti sem þýðir það öruglega að það verður allt stop á morgun. Best að vakna snemma og hjóla bara á Stínuhjólinu í rólegheitunum .... get ekki annað það er frosið í fyrstagír hvort eð er!

Engin ummæli: