21. nóv. 2006

Ó já, Humar eða frægð, heimsyfirráð eða dauði... Þvíílíkir snilldar tónleikar. Ó hvað þetta var óskaplega gaman ég var með brosið fast á milli eyrnanna í tvo sólarhringa. Augun eru enn pírð.

En við byrjuðum föstudaginn þannig að R var lasin og ég heima að þrífa og undirbúa mig. Alveg búin að pússa skóna upp úr þrjú. En svo óheppilega vildi til að Chr. þurfti að fara í Óvissuferð með vinnuni þannig að Mamma kom um 18.00 til þess að passa stelpurnar. Ég var nett stressuð því að ég fékk gesti á síðustu stundu og átti alveg eftir að taka mig til. En það tók ekki langan tíma og fyrr en varði var Auður frænka komin að sækja mig og við á leið í partý til Birnu. Ég hafði hennt hvítvínsflösku í töskuna mína til þess að sötra fyrir tónlekiana og var búin að bjóða Herdísi helminginn. Taskan var að sjálfsögðu stór og mikil þannig að pláss væri fyrir vetlinga og húu og trefil og peysu og jakka og allt. Því mig grunaði að ekki væri fatahengi í Laugardalshöllinni. Eeeen það reyndist ekki alveg rétt því það var fatarhengi en það rúmaði jakka fyri ca. 100 manns af ca 5000 sem mættir voru. Þannig að þið getið ýmindað ykkur pirringinn í fólki og svo aumingjas stúlku kindurnar sem voru að vinna þar þurftu að taka á móti skömmum og svífirðingum hálffullra metnaðarfullra sykurmola unnenda.

En víkjum okkur aftur af því þegar ég og Auður sátum í bílnum á leiðinni í partý til Birnu. Þá var ég semsat með voða fínt leðurveski með vín og eina bjórdós í. Á leiðinni út úr bílnum ætla ég að vera sniðug og láta Auði fá miðann sinn en tekst ekki betur en svo að ég kippi dagbókinni upp úr töskunni með þeim afleiðingum að taskan dettur í götunna og flaskan mölvast í 1000 mola og þar var veskið mitt og síminn og allt. Síminn varð óvirkur í þessari lotu. En svo fórum við í partý og ég gat nú kríað út einn bjór og eftir 40 mín var lagt af stað í partý með láns veski frá Birnu.

Tónleikarnir voru æðislegir það var svo óskaplega gaman. Ég söng og gaulaði út í eitt. Ég var í sælu vímu og tók hvorki eftir stað né stund. Á miðjum tónleikum áttaði ég mig á því að það var frekar autt í kringum okkur hryssurnar. Ég fattaði þá að fólkið sem hélt um eyrun og færði sig, var sennilega ekki að flýja háfaðann í hljómsveitinni heldur gaulið í okkur. Það var svolítið vandræðanlegt móment en ég lét það ekki á mig fá heldur hélt áfram að öskra mig hása ohohhhh Regina, Deus deus.. osfrv. Þegar maður er 15 stúlkur í hóp er mjög erfitt að halda hópinn því það eru yfirleitt einhver að pissa eða á barnum eða einhver að bíða á góðastaðnum eða bíða eftir þeim sem eru að pissa eða á barnum. Þetta var mjög fyndið og vorum við með þeim síðustu sem söngluðum glaðar út úr höllinni. Við vorum svo hepnar að vera boðið í partý til Söru sem er vinkona vinkonu og frænka annarar vinkonu frænku... týpist íslenskt. Auður var komin með hausverk og fór heim eftir að hafa skutlað okkur í partý. Partýið var fínt, fullt af konum og skrafað framm eftir. Svo var farið á bar en þá áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að fá 5000 kr hjá Auði fyrir miðanum en hafði gert ráð fyrir því og hafði skilið öll kort eftir heima... bömmer. Ingunn sjanghæaði söngglaðann sveitamann sem bauð okkur upp á bjór og svo reddaði solla mér seinna á dansigólfinnu um einn. Eftir að hafa dansað eftir Smiths og Cure á 11 þá röltum við heim á leið og fengum okkur Hlölla með hjálp Birnu.

Niðurstaða:
Þrátt fyrir að hafa drekt símanum í hvítvíni, klætt veskið mitt að innan með glerbrotum, gleymt peningnum þá var þetta svo yyyndislegt. Sykurmolarnir voru æði út í gegn og ég fékk hroll og táraðist og uppgötvaði að ég er fan. Ég hélt að ég væri ekki neinn fan. Ætli ég verði svona aftur eftir 20 ár? Ég sá sykurmolana fyrir 20 árum í Fellahelli og fékk gæsahúð ég varð snortin á föstudagskvöldið, ég tapaði mér í gleði og sæluvímu. Björk var í sömu fötunum Magga eins og gullmoli, karlarnir nokkuð sprækir engin bumba, smá hárþynning en samt bara sætir og það besta af öllu er að í fyrstaskipti fattaði ég Einar Örn. Það var æði. Toppurinn á tilvernni var þegar Sjón steig á svið og tók lúftgítar. Hver getur toppað það?

Ef ég ætti að segja eithvað neikvætt um þessa tónleika þá var 1/5 af salnum útlendingar sem voru mættir á merkann menningarviðburð. Þeir stóðu og voru að njóta stífir og streit. Ég hefði viljað meiri kremju, dans og dúndur en Hryssu stóðið stóð fyrir sínu og svældu menningarsnobbarana í burtu með hneggji, hófataki, góli og gleði íííhhhaaa.

7 ummæli:

Ólöf sagði...

djö sammála. Ég tíndi uppáhalds beltinu og smellan á pelsinum mínum fór (ekkert þó í líkingu við þitt bögg) en sjaldan skemmt mér betur!!

Heiðrún sagði...

þetta hljómar mjög sannfærandi, ég vildi að ég hefði verið með ykkur, syngjandi af mér rassinn!

Nafnlaus sagði...

mmmm, nammilýsing og gott þú fattaðir einar örn.... hann er BARA snilli og fyndinn gaur.....þetta hefur verið gott tjútt í takt og trega.... mmmm nammi namm

Nafnlaus sagði...

mmmmmmmmm

Nafnlaus sagði...

Flott mynd af ykkur í Mogganum!
Faster ormur

Frú Elgaard sagði...

hahah, já takk hihih,

Bippi sagði...

Þetta hljómar allt saman mjög vel og fannst mér bara eins og ég hafi verið þarna eftir að hafa lesið lýsingarnar þínar....

.....þetta með hvítvínsflöskuna og veskið hefði svoooo getað verið ég;o)