
Ég er í skrýtnu skapi undanfarið. Geðsveiflunar eru eins og stórsjór. Búin að liggja í flensu í síðustuviku, detta á hausinn í hálku, fara í partý, vera á bömmer, fara í megrun, þrífa húsið, fá nýja nágranna og vera gjörsamlega ó-sofin.
Núna væri meiriháttar að eiga lítinn kofa við strönd sem maður gæti flúið til og sofið og safnað krafti. En kanski fæ ég kraft á föstudaginn, ég hlakka ótrúlega mikið til að fara á Sykurmolatónleikana ég ætla að syngja eins hátt og ég get.
5 ummæli:
Ég held að það sé einhver geðsveifla á sveimi yfir Íslandi. Góða skemmtun á föstudaginn, hefði alveg viljað fara.
mæli með því að fara í partý með hjálm og hóstasaft. hætta við að vera í megrun því þú ert BARA sætust og þú ert bara eh að ruglast þegar þú leyfir sveiflunum að fara hærra en þú getur hoppað.... gott tjútt á sykurmolatónleikum.. mikil öfund héðan frá kollegí....
Æi takk fyrir stelpur mínar.
Góða skemmtun í kvöld;o)
og hvernig var svo á tónleikunum????
Skrifa ummæli