8. feb. 2005

Lítið kríli!

Ég fór í fyrsta sónarinn í dag. Og í ljós kom að það er aðeins eitt fullkomið kríli í mínum maga. Voða varð ég glöð að sjá þetta sprell lifandi kríli spriklandi og baðandi út höndunum. Ég varð hálf væmin og langaði bara til að fara að skæla. Pabbinn var svo stoltur að hann fór með mynd í vinnuna.
Ég afturámóti skríð nú aftur upp í sófa og held áfram að vera veik. Ég fékk mér nefnilega þessa fínu pest, hálsbólgu og hita beinvekir og bólgur í flestum holum andlitsins. Ég er bara búin að borða banana og panodíl og smá brauð. Þetta er nú meiri vitleisan. Ég sem átti að vera í skólanum að gera ægilega merkilegt og flott verkefni. Það verður víst bara að bíða.

Engin ummæli: