29. mar. 2006

ég fékk mjög svo merkilegt boðskort með pósti í dag. Það var stílað á mig: Frú K. G... og eiginmaður, og póststimpill frá Reykjavík. Inni í því stóð: Þessi fornu tákn hafa ákveðna merkingu! Þegar þau sameinast er ástæða til að fagna.(og svona píla upp og píla niður) 13. maí 2006, Taktu daginn frá...

Og hvað, mig grunar að þetta séu sætabrauðsfólk sem við kynntumst í DK en ég skil ekki afhverju þá bara mitt nafn og ekki Chr. heldur bara eiginmaður? Og aukþess eru þau búsett í Hafnafyrði þá ætti að vera póststimpill þaðan ... nema maðurinn vinnur í Reykjavík þannig að hann gæti nú farið með þetta á pósthúsið hér, en samt afhverju skrifa bara mitt nafn??? Það versta er að við erum ekki á landinu á þessum degi. Við erum á árshátið S1 í KBH. Hmmm, þetta veldur hriiiiikalegum heilabrotum hjá mér. Og þarmeð er markmiði sendanda sennilega náð. Gott hjá honum/henni!

Engin ummæli: