6. sep. 2004

Súper helgi!

Vá, þetta var voða fín helgi. Við byrjuðum á því að mæta til Rungsted kl 12:00 á föstudaginn. Þar tók SvenBestefar á móti okkur og fór með okkur í skútu siglingu. Mér hefur aldrei lititst á það að fara með M í siglingu en ég heillaðist. Ég var bara látin stýra bátnum og færður bjór í hönd og sagt að halda mig við einn punkt í landi og stýra á hann. Frábært rosa gaman. Svo fengum við besta sushi í bænum ótrúlega gott. Daginn eftir fór Chr. að spila í einhverju partýi og ég fór til Helsingborg til Heiðu vinkonu minnar í afmæli hjá nöfnu minni dóttur hennar. Það var rosa gaman. Þar smakkaði ég bestu marens köku ever. Mágkona Heiðu bakaði hana og ég heimta að BB setji uppskriftina á heimasíðuna sína (Sjá hér til hliðar Famelían í Lundi!!!!). Nú sunnudagurinn fór í át af afgöngum í Svíþjóð og áframhaldandi rólegheit er heim var komið. Og nú verð ég að fara að finna frábæru vinnuna!

Engin ummæli: