21. sep. 2004

Hryssu gleði.

Ég gleimdi að segja frá að á föstudaginn sl. var haldið ljótu-kjlóla-gala á vegum gleðikvennfélagsins Hryssana hjá Ingunni naglafræðingi og Barbie. Það var svo gaman, við vorum mættar í hinum ýmsustu múnderingum og okkur fannst við lang flottastar allar saman. Það var dansað, sungið, drukkið, glaðst, hryssast og hlegið. Hver veit nema að það verði settar inn myndir bráðum af þessum merka atburð. Á laugardaginn fórum við svo í partý þar sem ég held að ég og Ingbjörg vorum með fráhvarfseinkeni af kjólakvöldinu og gengum alveg gjörsamlega framm af Eggerti Dóru manni. Vona að hann bíði þess bætur. Við lofum að vera mjúkar við hann næst.

Í dag á Leonard Coen afmæli. Hann er nú meiri snillin. Hann er fæddur 1934 og þá var amma Kata 2ja og afi á núpi 30 ára og 39 ár í það að ég myndi fæðast og það merkilegasta af þessu öllu er að hann er enn í fullu fjöri karlinn.

Ég fékk skammir frá Herdísi vinkonu í gær um að ég væri eins og séð og Heyrt vegna allara !!!!! -merkja. Hmmmm, Ég er bara mjög hissa á mörgum hlutum og þarf að geta tjáð mig með áherslu! Og hafðu það hryssan þín.

Engin ummæli: