6. des. 2006

Í dag er ég búin að skreyta meira í vinnunni en heima hjá mér... hmmm verð að taka mig á heima. M heldur því fram að verið sé að skreyta fir jólin og sig. Ég leyfi henni að trúa því.. eins og jólasveinana, ætli það komi niður á mér seinna?

Í gær beit R mig í höndina mjög fast þannig að það komu tannaför. Ég varð reið við hana og beit hana á móti, þó laust og varlega án þess að það kæmu för til þess að kenna henni að þetta megi ekki. Ég var búin að heyra að þetta væri ráð sem myndi virka og það virkaði á M á sínum tíma. R fór að gráta en M kom henni til hjálpar og húð skammaði mig: "Mamma það á ekki að bíta lítil börn, þau vita ekki betur!" Svo hljóp hún út á bað og náði í "tusku" (sem er þvottaklútur) og huggaði systur sína og þurrkaði henni í framan. Ég varð hálf hvumsa og nánast skammaðist mín. Yndislegur ráðskonurassinn minn!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er eins og fulli kallinn sem sagði við son sinn ,,Þú skalt ekki drekka - það er mjög óhollt". Börn fara eftir því sem foreldarnir gera ekki því sem þeir segja. Þú bítur hana og segir að það megi ekki! Hver eru skilaboðin!Viltu að ég haldi langan lærðan pistil um þetta?. Það er ekki að ástæðulausu sem ég á algjörlega fullkomin börn, sem aðeins hafa gert það sem gott þykir ;o)

Nafnlaus sagði...

Aldrei bít ég börnin mín !!!

Nafnlaus sagði...

magnaða M.... sakna hennar stundum.... alveg óborganlegt að rokka með henni ;)og mikil spekin sem kemur frá henni.. .enda komin af alveg ágætis fólki....góðar stundir í desember ;)

SL sagði...

Þú reyndir þó!

Frú Elgaard sagði...

Já ég er að hugsa umað detta bara í það með þeim... nei en hún er ekki búin að bíta síðan. Auk þess var þetta love bite!!!