14. sep. 2003

Vá það munaði engu að tölvan okkar væri dáin, en svo kom hann Stjáni stýrikerfi og fann villuna og nú get ég sko farið á netið aftur. Hann sagði reyndar að villan væri á milli lyklaborðsinns og stólsins og horfði á bónda minn (ekki mig, ekki mig ekki mig).

Bróðir minn hann Reynir varð 27 ára gamall gaur i gær. Til hamingju með það!!! Ég hringdi í hann, en hann var stungid af til Dr. Dodda! Gott hjá honum.

Mamma var að setja út á að hún fengi ekki nægar fréttir af barnabarninu! Sorry. En hún hefur það fínt. Hún hefur ekki verið bitin aftur í leikskólanum og er alltaf jafn glöð þar. Hún er farin að tala smá bland af dönsku og íslensku. Hún segir:
Den der = þessi þarna, svona
bamami = banani
faaat = vatn
far = ´pabbi (tók skyndilega upp á því að kalla á pabba sinn á dönsku!!)
da = já
sjá = sjáðu
mííííín = MITT
lala = Pó og allir stubbarnir
mas = mais, Mads (vinur í leikskólanum) Malla mús
Maað = matur
pissa = pissa, peysa og pizza
baby = barn
baby hssss = barnið sefur
og svona blaðrar hún stanslaust allan liðlangan daginn ýmist með rússneskum eða finnskum hreim. Hún verður líka oft frústreruð og reið ef við skiljum ekki hvað hún er að segja og stappar þá niður fótonum og öskrar "nei, nei, nei,nei".

Hinir einu og sönnu Stuðmenn voru að spila hér í Kbh í gær og ég held að 90 % íslendinga hér hafi mætt á ball. Allir nema ég (heheh) nema hvað að ég og Matthildur vorum að passa Loga og Sólbjörgu. Ég var semsagt ein með þrjú börn. Það gekk nú bara eins og í sögu. Matthildi fannst rosalega gaman að hafa alla krakkana í heimsókn. Hún hoppaði og trallaði og söng og öskraði og var með rosalega stæla og trúðslæti. Og sofnaði seinust og vaknaði fyrst i morgun. Og núna eftir hádegismatinn var hún líka alveg bún úr þreitu og pirringi. Annars virðist hún taka flutningunum afar vel og er yfirleitt kát og glöð. Hún og Arnaldur Goði eru góð saman svona meðan þau fatta hvort annað en það á eftir að verða góður vinskapur, eða á MAC Elgaard eftir að ráðskast með Nalldad og Bóbó .... eða hvað!!! Sannur Ráðskonurass!!!

Jæja, af honum Chrissa frissa er bara allt gott að frétta. Hann plummar sig í skólanum og er líka svaka hress yfir því að vera fluttur a kollegi. Ég held hann sé bara að breytast í íslending hægt og sígandi og á örugglega eftir að lata breita nafninu sínu í Kristján Tómasson. Hann er byrjaður að taka vaktir á Long John og honum finnst það ekkert spes. Hann er bara að bíða eftir að fá "praktík pláss" svo hættir hann á barnum. Ég held honum finnist miklu skemmtilegra að vera hinumeginn við barinn. Hann var að hitta bekkinn sinn frá barnaskóla í Nyöping í gær. Ég hef ekki hitt hann til þess að yfirheyra hann.

Jæja nú er bara að vinda sér í lestur!!!

Engin ummæli: