20. nóv. 2003

Ég fór sko á fund i gær með Heiðrúnu og Ingibjörgu varðandi stuttmynd sem Heiðrún er að að gera. Við Ingibjörg og nokkrar aðrar eigum að leika finnskar söngkonur!!!

Í dag var langur og strangur dagur í skólanum ..... hjá okkur öllum. Ég var stanslaust í tímum frá 10 í morgun og til 17.15 og Christian var að bíða eftir karli nokkrum sem ætlaði að kenna honum að baka dúkkur fyrir stuttmyndina þeirra!!! Dúkkurnar eru semsagt gerðar úr leir sem þarf að baka! Nema hvað að han kom 2 mínotum eftir að leikskólanum var lokað að ná í Matthildi! Mér fannst það svolítið leiðinlegt að hún skyldi hafa verið svona lengi í leikskólanum.

Áðan var ég a þorrablóts fundi, djöfull duglegar stelpur sem eru með mér í henni! Eins gott að ég standi mig!

Engin ummæli: