4. nóv. 2003

Vá allt of langt siðan að ég hef skrifað. Mikið, mikið búið að gerast. Bún að halda upp á þrítugs afmælið mitt og Christians. Það var rosa gaman. Fullt af fóki (51) og allt áfengi kláraðist!! Ég trúi því varla ennþá nema það að ég blandaði meiri hlutann af því sjálf. Svo vorum við með fólk í heimsókn, fimm Hollendinga svo tvær frænkur. Eina sem er búin að vera heimagangur í vetur og var að flytja heim a laugardaginn. Ég kem til að sakna hennar. Hun er viss hluti af mér .... stóratáin. Og svo var það Þórhildur frænka mín sem kom og ég var næstum búin að ætleiða hana! Bara hefði ég ekki verið móðir sjálf þá hefði ég miskunarlaust heimtað forræðið yfir henni! Ooofur kona!!!! Hlakka rosalega til að hlada áfram að kynnast henni og fylgjast með henni næstu árin!!! skemmtilegt. Takk fyrir lánið!!!!!

Svoooo tókst mér að komast í stjórn Islendigafélagsins i KbHöfn. Ooooog hef fengið þann virðulega titil að vera Skemmtanastjóri félagsins (o.k. mjög sniðugt hætiði að hlæja!!!!) En mér lýst bara vel á þetta þó að ég sé eftir sumum sem eru ekki lengur í stjórn en nýtt blóð alltaf gott!!!

Matthildur er allt of klár núna. Hún er að snúa upp á okkur með ýmsum brögðum og farin að uppgötva hvernig hún á að opna lokaðar hurðir og er endalaust að gera tilraunir til að klifra út úr rimlarúminu! Bíð bara eftir að hún skelli sér yfir einn daginn. Hún er lika byrjuð að tala skiljalegat mál á fullu og bakaði bollur í leiksólanum á föstudaginn. Ég fékk tár í augun mér fannst hún svo stór. mamma, tild baka bolla!!!! ooooooo

Christian er á fullu í skólanum og gengur bara vel held ég. Hann er allavaga alltaf krónískt þreittur! Eða er það kannski eðli hans? moske bare en bönne du ved!!!

jaso, go'aften!

Engin ummæli: