20. okt. 2003

Æi, hvað fríið er fljótt að líða. Ég var að vinná hjá brother Louis alla vikuna. Gat ekki staðist peningan!!!! oooohh. En það var sammt ágætt því ég fékk bara ennþá betri staðfestingu á því að það var rétt hjá mér að stoppa. Hann er semsagt að taka á móti 11 fyrirtækjum frá Belgíu í lok nóvember. Meiningin er að hann eigi að bóka fundi fyrir fyrirtækin á meðan þau eru hér í tvo daga. ca. 3 - 4 fundi á dag .... að minstakosti. Nema hvað, karlinn er ekki byrjaður að vinna í þessu. Hann var ekki einusinni búinn að gera lista yfir fyrirtæki sem væri hægt að ná í. Það besta er að mér er alveg sama. Ég bara mætti og gerði mína vinnu og hafði sko eingar áhyggjur. Ég kláraði bókhaldið fyrir hann og hann var svo glaður að hann bauð mér upp á bjór a hverjum degi!! Einsgott að ég sé hætt. Ég væri senniliga komin með atvinnusjúkdóm diplomata!!!

Ég er farin að hlakka til að halda partý. En er smá stressuð að vera ekkert að pæla í því!!! Er ekki búin að plana neitt nema kaupa vodka, wisky og saltstangir!! hmmm, Þetta hlýtur að verða gott partý. Við vorum í sextugs afmæli hja Tengdamömmu. Rosa gott. Ég er búin að ÉTA alla helgina. Borðaði fyrst ógeðslega mikið í Saumó sushi á föstudaginn, svo beinnt í matar orgíu til tengdó og svo vakna daginn eftir og setjast niður við sama borð (við gistum) og halda áfram með að raða í sig, steik, kartöflum, salati, köku, ostum, kexi, rauðvini og allt. Og svo þegar við vorum að kveðja í kvöld var búið að pakka niður mat í tvo stóra plastpoka af afgöngum..... ógeð....! nei, tengdó rúlar.

Matthildur var nú alveg súper alla helgina. Tinna passaði hana á föstudaginn á meðan ég var í saumó og Christian var að vinna, hún elskar Tinnu. Svo á laugardaginn þá lék hún sér á fullu með frænkum sínum og sjarmeraði alla eldriborgaranna við borðið!!! Það voru sko gamlar töntur og onkler frá svartasta Jótlandi og allt, í boðinu og allir sátu við stórt langborð og átu í 12 tíma samfleitt. Yesss my kind of a party! Matthildur var sammt allveg búin eftir þetta. Við fengum lánaðann bílin hjá Gitte heim, og hún tautaði alla leiðina sofa sooooooofa mamma lúlla! Og svo var hún svo fegin að komast upp í rúm að hún fékk hláturskast og ætlaði aldrei að geta náð sér niður. mjög fyndið. Jæja nú fer fjölskylda Elgaard og sefur í sinn haus! og hana nú!

Engin ummæli: