23. ágú. 2005

Stelpa Fæddist 17 ágúst 2005

Jibbííí

Við erum búin að eignast yndislega og fallega litla stelpu hnátu

3530 gr og 50 cm
14 merkur

Fæðingin gekk voða vel, ég fékk fyrstu hríðirnar um kl 5.30 um morgunin og hringdi í pabbann med det samme. Og klukkan um 7 hringdi ég í Ingibjörgu vinkonu mína og hún kom yfir til þess að hjálpa mér. Ég var voða hress í byrjun og fékk mér bara morgun mat og klæddi Matthildi og sendi hana af stað í leikskólann með afa sínum. Og svo lagðist ég bara upp í rúm með "sóttina". Svo ráðlögðu Tengdamamma og Ingibjörg mér að hringja nú á sjúkrahúsið þegar ég var farin að fá hríðir með fimmmínútna milli bili. Svo við brunðum upp á Viðovre og komum þangað klukkan 14.00 og þá kom Auður frænka og svo fæddist stúlkan kl. 16.40. Hún er mjög dökkhærð og var frekar krumpuð í framan þegar hún kom upp á magan á mér og fannst mér að það vanntaði bara yfirvaraskeggið þá væri Chr. mættur. En það hefur nú slést úr henni og hún virðist ekki vera með neinn skeggvöxt, bara hárvöxt á bakinu!

Auður var hjá okkur yfri nóttina sem bara gekk rosa vel. Daginn eftir vorum við svo hressar og kátar að við vorum sendar heim á hádegi.

Á laugardaginn fórum við svo í göngutúr og keyptum okkur ís og ég labbaði bara eins og ekkert væri og sat svo út í tvo tíma. Og svo á sunnudaginn fórum við til tendó í skútuna og eiddum heilum degi þar. Það eru nú ekki allir sem geta státað sig af því að hafa farið á skútu 4 daga gamlir. Nú annars höfum við bara verið heima og tekið á móti gestum og lifað í sæluvímu og brjóstaþoku. Matthildur er ótrúlega stolt og vill helst bara halda á litlu systur sinni allan daginn. Ég ætla nú að reyna að pota inn einhverjum myndum á þessa síðu. Ég þarf bara að setja mig aðeins inn í það fyrst hvernig það er gert. Ég sé til hvernig það gengur í þessari brjóstaþoku ég man ekki fyri horn þessa dagana. Brosi bara og horfi út í loftið.

Já og hvað heitir svo grísnn litli?

Jú hún heitir:

Regina Christiansdóttir Elgaard

(Regina: er latina og þýðir drotning. Heilög Regina d. 251 ek. blablabla...)

Engin ummæli: