10. ágú. 2005

Nú er fer að bera til tíðinda héðan úr J-inu þó ekki bóli á hálfbauninni 6 dagar í deadline. Ég er allavegana búin að pannta far til Íslands mánudaginn 19 september kl 14:00. Ég plús einn og hálfur og Ma og pa. Ég er að vinna í að gera verðsamanburð á gámaflutningi og svo er ég búin að kaupa 15 flyttekassa á slikk.

Amma mín og Afi komu um daginn sem þýðir að ég er einstæð á deltid. Ég þarf einungis að klæða barnið á morgnanna og kyssa bless og taka móti því glöðu og bakaríissykurhúðuðu á um eftirmiddaginn. Ég fer og legg mig reglulega og sest við borðið og án þess að ég taki eftir er allt í einu komin bolli með kaffi og góðgæti fyrir framan mig. Ég set bara á sjálfstýringuna og borða. Amma vaskar upp og afi spyr hálftíma seinna hvort sé ekki að koma kaffi eða matur, ég segji ekki orð en borða og hlýði því þegar amma skipar mér að endilega að fá mér meira. Á kvöldin eru tveir kaffi tímar og þá horfum við á íþróttir á dönsku, sænsku, norsku, finnsku, þýsku og frönsku jú og svo auðvitað á ensku á cnn og bbc. Ég er alveg að komast inn í heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum veit næstum hvenrig aðalfólkið lítur út veit líka að Tiger woods vann um helgina! hmmm

Þetta er yndislegt og hafði ein nágrannakona mín á orði að ég liti svoo vel út virkaði svo vel hvíld og slétt ömmur og afar klikka ekki hvað þá langömmur og langafar.

Engin ummæli: