10. jún. 2004

Kennsla í að fara sem foreldri á fløde popp tónleika!

Í gær fór ég með stelpuna sem ég er með í láni á tónleika. Það væri varla frásögu færandi nema hvað að það var í fyrstaskipti sem við báðar fórum á flödepopp/r&b/show tónleika. Rosa show með þremur mismunandi liftum á sviðinu hringstigar og tröppur, 8 dansarar, miljón ljós fólkið skipti um föt ca 7 sinnum, sprengingar og stjörnljös og pappírsfliksur sem ringdi yfir áhorfendur, ýmsir leikmunir á sviðinu t.d. framsæti á bíl, the love sófi og ekki má gleyma hinu stór skemmtilegu stólar með baki sem dansarar leika sér með og sitjast og sýnast á þeim. Mig blöskraði aðeins þegar flödebollan réðst á míkrafónstöng og gerði sig líklegan til að hafa samfarir við hana stöngina altsvo og söng I just wana make love to uuuu eaaaa babe. Stúlurnar í salnum virtust alveg ætla að tapa sér yfir þessum látum í manninum og öskruðu bara og það leið yfir að minnstakosti eina!
Þetta var ágætt, en fyrir þá sem ekki hafa prufað þetta áður hér kemur samantekt á því sem ég ætla að gera betur næst.... ef það þá verður næst:
A: Pissa áður en maður fer á stað! Því ekki þorði ég að skilja hana eina eftir meðan ég skrippi að kasta af mér! Og ekki vildi hún hreifa sig frá þessum líka fína stað sem við fundum.
B: Ekki búast við neinu fjöri. Fólk stendur og er cool eða er 12 ára og öskrar úr sér lungu og lifur. Þar sem mín kona er 14 þá stóð hún og klappaði pent og dillaði sér mjög varlega og söng lágt með. Ég reyndi að fá hana til að hoppa með mér á síðastalaginu, því það var nú eina lagið sem ég kannaðist við en það fannst henni frekar hallærislegt og sagdi æi hættu! hmmmmm
C: Vertu á góðum skóm vegna þess að stór styrni láta bíða eftir sér og maður hreyfir sig ekki og eingum sem er cool dettur í hug að setjast á gólfið!

Annars var Mappa hæðst ánægð en gat sammt ekki gert það upp við sig hvort gullni turninn í Tívoí væri betri, í dag var flödebollan betri sjáum til hvað setur eftir Tívolí ferðina!

Það er íslenskt-danskt veður í dag, rok, sól og skýað en heitt!

Það er líka rok og rembingur í húsi Jóns en ég vona að þessum álögum fari að linna og hlutirnir fari að ganga upp. Einn maður sem ég þekki virðist vera að fara á límingonum, besta að finna UHU handa honum. Ég er farin að hlakka til að þetta verðir búið. En mikið djö.. lærir maður mikið á svona löguðu.

M er alveg í essinu sínu í dag blaðrar og talar og er með allskonar skemmtileg heit. Nágrannarnir góðu með húninn eru orðin heit að leifa M að ver hjá sér á meðan foreldranir fara í Sódómu Hróarskeldu! Mikið þætti mér það gott að vita af henni þar.

Ch stendur sig eins og hetja þessa dagana. Hann er bara alveg að virka sem eiginmaður. Nema hvað að heimilsstörfin virðast ekki gerast af sjálfum sér.

Engin ummæli: