5. jún. 2004

Komin heim

Eftir skamma dvöl á landinu gráa er ég komin heim í blokkina mínu gráu. Mikð var það nú gott. Svo er það greinilega ágætis hjóna þerapía að fara frá hvort öðru í tvær vikur!!! Maður verður svo ástfangin aftur .... gaman gaman. En nú eru liðnar tvær vikur síðan þannig að maður er dottin niður úr bleiku skýi og rútínan tekur við!! En ég er ekki að kvarta þvert á móti, þetta er fínt!

Það er búið að vera mikið að gerast undanfarið. Mamman kom í heimsókn og það var ósköp notarlegt. Og nú er Mappa komin á sófan og í ágúst kemur unglingurinn.

Ég er svo að fara á mína fyrstu smápíku tónleika með engum öðrum en Usher him self!!! Það verður gaman að sjá það!!! Er að pælíði að fara með eyrnatappa eða jafnvel vasadisko!!! Neiiii maður verður bara njóta!! Reyndar var ég spurð á barnum í síðustu viku hvort ég væri orðin 18!!! (olei olei olei ooooolei oooooooolei!!!) Ég varð reyndar svo hissa að ég sagði hvad fornoget þrisvar áður en ég fattaði um hvað gaurinn var að tala um. Svo sýndi ég honum skirteini sem er semsagt með kennitölu og mynd desember 1973!!! Hann ætlaði ekki að trúa mér og bað mig vinsamlegast að taka fra nýkliptan toppin!DizaDezz og töfratæfan ætluðu að bilast úr hlátri en heimtuðu svo að hann spyrði þær líka um skirteini! Þetta var sko ágætis kvöld!
Þannig að hver veit nema að ég kæmist bara á sjens í Forum eða bara öskra úr mér lungu og lifur eins og hinar ... undir 18!!!

Nú erum við forstjórinn að undirbúa 17 júní á fullu. Það er voða gaman. En mikil vinna og hann segist vera með tundskid!! Ég kannast nú við það frá Þorrablótinu! En ég er bara Halla hjálpar Hella núna ég ætla nefnilega að reyna að sleppa við ferð í sjúkrabíl í þetta skiptið!! muuuhahaha

Svo er ég að fara í ferð til Noregs og svíþjóðar í nokkra dag í lok Júni en verð komin heim 27 júni því í gær morgun kom maður í úniformi frá Post Danmark og færði okkur sjóðandi heita og gullfallega miða á Hróaskeldu!! Ekki leiðinlegt ..... vanntar enn staðfestingu á pössun!hmmm Danski hlutin er að klikka!! sjit semsagt íbúð, bíll, hjól og barn í boði í 4 daga frá 1 til 4 júlí 2004. Fyrstir koma fyrstir fá!!!

OOOOOooog svo er bara verið að stefna á Gutter Island http://www.gutterisland.dk/index.htm það væri nú mjög skemmtilegt ef það prójekt gengi upp að komast þangað með skemmtilegu fólki enn á ný án barna!!!

Svo er tengdapabbi bara að fara að gifta sig á Famö þannig að við erum að fara þangað 24 júlí. Og svo förum við í bústað með eins mörgum og við getum i viku 39 eins og konan orðaði það. Þannig að það er nóg að gera hér á bæ!

Ég vona bara að sólin haldi áfram að skýna svo ég geti brennt restina af líkamanum og verið nokkunvegin í samræmi þetta árið. Ég brenndist svo í gær að eg lýkist humar ... eða frægð!

Engin ummæli: