12. maí 2004

Landið bláa

Jæja þá er maður lenntur í þoku og súld eða það var það allavega kvöldið sem við lenntum. M var bara fín fyrstu tvo klukkutímana en tók léttan trilling síðastu klukkustundina. Það var í fyrsta skipti sem ég fékk hornauga annara farþega og varð vandræðaleg út af barninu mínu. En fok it klukkan var líka orðin 23.00 á hennar tíma og varla hægt að ætlast til að 2 1/2 barn skilji alveg hvað er að gerast og að það eigi að haga sér og taka tillit til sveitra skalla í kringum sig!
Í gær fórum við í gönguferð um sjávarplássið og hittum einungis tvo sem við þektum. Hálf ættin fékk hjartaáfall yfir því að við hefðum labbað allaleið upp í hverfi!!! Fólk á íslandi er greinilega hætt að labba. 25 mín gönguferð þykir bara vera brjálæði og með barnið í kerru ... jesús minn. Þetta er sko að verða lítil Nameríka. Bæjarstjórnarpólitíkin á sjávarplássinu gengur út á það að fá gott og falleg Mall og svo 10 hæða penthous blokkir í miðbæinn???? Hvað er að. Það er ekki einusinni hátt fjall í næsta nágrenni. Hæsti tindur fjalsins "okkar" er rétt rúmir 600m. og koma svo með einhverja Mamuth blokk, fólk er fífl!!!

En svo í dag er ég búin að fara á 4 mismunandi opinberar stofnanir í ýmist snatt. Mikið ósköp er fólkið miklu þægilegra í viðmóti en í Kbh. Ég hef aldrei verið jafn glöð í þess konar erindagjörðum. Og nú er hún M komin með isl. kennitölu verður skráð á hagstofu Íslands og fær sitt pláss í Íslendigabók og fær síns eigins sér íslenskt vegabréf!! yeaaaa. Og þar að auki fær hún danskt vegabréf ef hún vill og getur haldið tvöföldum ríkisborgararétt þartil hún verður 21 árs. Það er vegnaþess að Danir eru ekki búnir að viðurkenna tvöfaldan ríkisborgararétt en það hafa hinsvegar íslendigar gert. Hver viet nema að árið 2022 verði danir búnir að taka þessi lög fyrir og samþykkja tvöfaldan ríkisborgara rétt en .... ekki ef Dansk folkeparti heldur áfram að vera áhrifavaldur!!! Sveijattan. Pía pulsa!

Engin ummæli: