4. maí 2004

Dagurinn í dag er bara einn af þessum dögum. Maðurinn minn kom heim undir morgun því að hann var að hitta vin sinn sem er í heimsókn og það þíðir að ég sef bara með annað augað lokað (hvað er þetta með okkur kvenfólk að geta ekki sofnað þó að karlarnir séu úti, ekki eru þeir hálf vakandi ef við erum ekki aö skila okkur, þeir sofa bara jafnvel betur ... meira pláss .... aarghhh!!!). Svo fór frk. M vitlausu meigin frammúr og hún varð að gera allt sjálf. Svo gleimdi ég símanum heima þannig að í stað þess að geta farið beint að stússast eftir að ég fór með M. á leikskolann þurfti ég að fara aftur heim að ná í hann og svo aftur upp að ná i annað og svo af stað að láta taka af mér rándýrar og hund ljótar passamyndir seeeem ég þurfti svo ekki á að halda og svo fór ég og keypti mér kúlupenna sem reyndist vera blýpenni og svo keipti ég mér kaffi í 7/11 sem ég missti í gólfið í búðinni sjáfri, náði rétt að bjarga því en með þeim afleiðingum að ég brenndi mig á handabakinu og fékk gusuna yfir peysuna mína seeeem betur fer er svört. Kom móð og másandi á fund sem eftir á að hyggja var algjör tímaskekkja að sitja (en það er ekki okkur að kenna heldur þeim sem héldu fundinn!) en dagurinn er ekki búinn enn þannig að kannski á þetta bara eftir að vera einn af þessum betri dögum !!

Engin ummæli: